Ómar Ingi Magnússon sækir jafnt og þétt að Marcel Schiller, markahæsta leikmanni þýsku 1. deildarinnar. Schiller er aðeins fjórum mörkum á undan Selfyssingnum þegar fjórar umferðir eru eftir óleiknar. Dregið hefur saman með þeim í undanförnum leikjum og ljóst...
„Auðvitað var þetta svakalegt högg í gær, en við verðum líka gera okkur grein fyrir því að þetta Barca lið vann 60 leiki af 60 á þessu tímabili. Þannig að eftir einhverja daga eigum við eftir að líta ...
Lið Barcelona sýndi allar sínar bestu hliðar þegar það vann dönsku meistarana Aalborg Håndbold, 36:23, í úrslitaleik Meistaradeildar karla í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln. Leikmenn Barcelona léku bókstaflega við hvern sinn fingur svo varla hefur sést annað eins....
Bikarmeistarar Lemgo með Bjarka Má Elísson innanborðs halda áfram að mjaka sér ofar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í dag unnu þeir botnlið deildarinnar, Coburg, 27:23 á útivelli. Lemgo er nú komið upp í níunda sæti með 37...
Ómar Ingi Magnússon og samherjar unnu liðsmenn Göppingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í afar sérstökum leik, 29:21, á heimavelli Göppingen. Leikmenn Göppingen voru með með hugann við eitthvað allt annað en leikinn í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu...
Arnar Birkir Hálfdánsson, Sveinbjörn Pétursson og samherjar í EHV Aue settu stórt strik í reikninginn hjá lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í gær er þeir fyrrnefndu unnu viðureign liðanna í þýsku 2. deildinni í handknattleik, 29:26.Gummersbach er...
Aron Pálmarsson kemur inn í lið Barcelona í dag fyrir úrslitaleikinn við Aalborg Håndbold í Meistaradeild Evrópu í Köln í dag. Hann tók ekki þátt í undanúslitaleik Barcelona og Nantes í gær af óþekktum ástæðum. Aron kemur inn í...
Barcelona leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla á morgun gegn Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold. Barcelona vann öruggan sigur á franska liðinu Nantes í undanúrslitum í dag, 31:26, en að vanda var leikið í Lanxess-Arena í Köln þar...
Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold gerir það ekki endasleppt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Það leikur til úrslita í keppninni á morgun gegn annað hvort Barcelona eða Nantes. Aalborg vann franska stórliðið PSG, 35:33, í hörkuleik í undanúrslitum í Lanxess-Arena...
Aron Pálmarsson leikur ekki með Barcelona í dag í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln. Eftir því sem Rasmus Boyesen greinir frá á Twitter þá er Aron meiddur. Óvíst er hvað hrjáir Hafnfirðinginn eða hvort hann...
Í dag verður leikið til undanúrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln. Fyrri leikurinn hefst klukkan 13.15. Í honum mætast danska meistaraliðið Aalborg og franska meistaraliðið Paris SG. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins sem er í...
Tveir íslenskir handknattleiksmenn eru í kjöri á efnilegasta handknattleiksmanni Evrópu sem vefritið handball-planet stendur fyrir á vefsíðu sinni. Þetta eru Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður GOG, sem er í hóp fjögurra efnilegra markvarða sem kom til greina og...
Lárus Gunnarsson verður ekki þjálfari Kríu í Olísdeild karla í handknattleik á næstu leiktíð. Hann hefur verið ráðinn þjálfari norska 2. deildarliðsins, eða C-deildarliðsins, Bergsöy í Noregi til næstu þriggja ára. Lárus tekur við starfinu af Einari Jónssyni sem...
„Þetta tímabil hefur verið það skrítnasta sem ég, og eflaust margir fleiri, hef upplifað. Miklar hæðir og lægðir hafa verið hjá mér persónulega,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, Donni, handknattleiksmaður hjá franska efsta deildarliðinu PAUC (Pays d'Aix Université Club Handball)...
„Það ríkir mikil eftirvænting og allir svo sannarlega glaðir að vera hérna," sagði Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold. Arnór er staddur í Köln þar sem liðið tekur þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handknattleik karla á morgun og...