Leikmenn Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, máttu bíta í súra eplið í kvöld og tapa með eins marks mun fyrir Grosswallstadt á heimavelli, 29:28, í hnífjöfnum og spennandi leik. Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 14:14.
Elliði Snær...
Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik, svo ekki sé fastara að orði kveðið, í kvöld þegar lið hennar, Vendsyssel sótt Randers heim í 22. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Elín Jóna fór hreinlega hamförum í markinu og varði 21...
„Þetta var talsvert líkara okkar hefðubundnu spilamennsku í dag. Við spiluðum hörku vörn allan tímann og fengum góða vörslu. Við getum allavega verið nokkuð sáttari með okkar framlag í dag en það er afar svekkjandi að hafa ekki fengið...
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er að sækja í sig veðrið eftir að hafa meiðst á ökkla á æfingu með félagsliði sínu, PAUC-Aix í Frakklandi, fyrir um hálfum mánuði.
„Ég var einmitt á fyrstu handboltaæfingunni minni í gær eftir...
„Batinn hefur verið mjög hægur hjá mér, miklu hægari en ég átti von á,“ sagði Bjarni Ófeigur Valdimarsson, handknattleiksmaður við handbolta.is í morgun. Bjarni Ófeigur, sem gekk til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Skövde frá FH í lok nóvember, glímir...
Daníel Freyr Andrésson náði sér ekki á strik í gærkvöld þegar lið hans Guif frá Eskilstuna tapaði fyrir Ystads IF, 32:29, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Daníel Freyr varði eitt skot áður en hann var kallaður af...
Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg á enn von um að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik eftir öruggan sigur á Fredericia, 37:30, í viðureign liðanna í Fredericia kvöld.
Rúnar Kárason lék vel, eins og svo oft áður á...
Aðstæður eru fremur óburðugar í Boro Čurlevski-íþróttahöllinni í Bitola í Norður-Makedóníu þar sem Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, og samherjar hans í danska úrvalsdeildarliðinu GOG mæta Eurofarm Pelister í Evrópu í D-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld.
Svo...
Viggó Kristjánsson er í liði 18. umferðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik sem tilkynnt var í gær. Þetta er að minnsta kosti í annað sinn á leiktíðinni sem Viggó er valinn í lið umferðarinnar á leiktíðinni auk...
Göppingen staðfesti í gærkvöld að Gunnar Steinn Jónsson hafi skrifað undir samning við félagið sem gildir til loka júní. Fyrr í gær hafði Ribe-Esbjerg greint frá því að Gunnar hafi kvatt félagið eftir þriggja ára veru og væri á...
Handknattleiksmaðurinn Gunnar Steinn Jónsson hefur tekið saman föggur sínar og yfirgefið danska úrvalsdeildarliðið Ribe-Esbjerg. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins í dag. Vísir.is hefur heimildir fyrir að Gunnar Steinn gangi til liðs við Göppingen í þýsku 1. deildinni....
Alexander Petersson leikur ekki með Flensburg á næstunni eftir að hann meiddist á æfingu fyrir helgina áður en liðið hélt til leiks á útivelli við Hannover-Burgdorf sem fram fór í gær.
Alexander mun hafa tognað á læri, eftir því...
Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk í sjö skotum og Ólafur Andrés Guðmundsson eitt í tveimur skotum þegar lið þeirra, IFK Kristianstad vann Helsingborg, 27:23, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Kristianstad situr í sjöunda sæti deildarinnar.
Bjarni Ófeigur...
Neistin, sem Arnar Gunnarsson þjálfar, komst í dag í úrslit í færeysku bikarkeppninni í handknattleik karla. Neistin vann KÍF, 29:26, í síðari undanúrslitaviðureign liðanna í Þórshöfn í dag. Neistin vann einnig fyrri leikinn, 24:23, í Kollafirði um miðja vikuna....
Ómar Ingi Magnússon skoraði 11 mörk í dag þegar SC Magdeburg vann nauman sigur á GWD Minden í hörkuspennandi leik á heimavelli, 29:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Níu marka sinna skoraði Ómar Ingi úr vítaköstum þar sem...