Áfram eru Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar hennar í BSV Sachsen Zwickau í harðri baráttu við að forðast fall úr þýsku 1. deldinni í handknattleik. Í gær töpuðu þær með níu marka mun fyrir Bensheim-Auerbach, 33:24, á heimavelli og...
Orri Freyr Þorkelsson og samherjar hans í Sporting Lissabon unnu Benfica í uppgjöri höfuðborgarliðanna í úrslitakeppninni um portúgalska meistaratitilinn í handknattleik í gær, 37:28. Yfirburðir Sporting voru talsverðir í leiknum en liðið skoraði 23 mörk í fyrri hálfleik en...
Nantes, liðið sem Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í handknattleik leikur með, varð í gærkvöld franskur bikarmeistari í handknattleik í þriðja sinn í sögu sinni. Nantes vann stórlið PSG, 31:23, í úrslitaleik í Bercy-íþróttahöllinni í París. Í fjarveru Viktors Gísla...
Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður landsliðsins og franska liðsins Nantes tekur ekki þátt í fleiri leikjum á keppnistímabilinu. Hann er að fara í aðgerð vegna meiðsla á olnboga sem tóku sig upp í byrjun mars og hafa plagað hann um...
Bjarki Már Elísson og samherjar í Telekom Veszprém innsigluðu deildarmeistaratitilinn í Ungverjalandi annað ári í röð í gær með níu marka sigri á helsta keppinautinum, Pick Szeged, 36:27, á heimavelli. Bjarki Már skoraði fjögur mörk í leiknum. Telekom Veszprém...
Nýkrýndir þýskir bikarmeistarar SC Magdeburg færðust aðeins nær takmarki sínu að verða þýskir meistarar í handknattleik karla í kvöld þegar þeir unnu Flensburg á útivelli, 32:29, í hörku skemmtilegum leik. Magdeburg, með þrjá íslenska landsliðsmenn innanborðs, komst með sigrinum...
Pfadi Winterthur jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu við Kadetten Schaffhausen um svissneska meistaratitilinn í handknattleik í gær með níu marka sigri á heimavelli, 34:25. Landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk fyrir Kadetten, þar af fimm úr vítakaöstum.Winterthur og Kadetten...
Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sagði frá því í kvöld á Facebook að hann hafði skrifað undir þriggja ára samning við þýska handknattleiksliðið Eintracht Hagen á dögunum. Hann hefur leikið með liðinu síðan í lok september á samningi sem gildir...
Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson hrósuðu sigri með liðsfélögum sínum í MT Melsungen á liði Rhein-Neckar Löwen, 28:23, í SAP-Arena í Mannheim. MT Melsungen styrkti stöðu sína í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en fimmta sætið er...
Bjarki Finnbogason og samherjar í Anderstorps halda sæti sínu í næstu efstu deild sænska handknattleiksins, Allsvenskan. Þeir unnu Örebro í oddaleik í umspili deildarinnar, 28:24, á heimavelli í gær. Bjarki,sem lék um árabil með HK hér á landi,...
Landsliðskonan í handknattleik, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, færir sig um set innan Svíþjóðar í sumar. Hún hefur samið við úrvalsdeildarliðið Kristianstad Handboll. Undanfarin nærri tvö ár hefur Jóhanna Margrét leikið með Skara HF sem einnig leikur í úrvalsdeildinni.Kristianstad Handboll hafnaði...
Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu þrjú mörk hvor þegar lið þeirra, Skara HF, tapaði fyrir H65 Höör í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld, 30:27. Leikurinn fór fram á...
Íslendingaliðin Kolstad, Drammen og ØIF Arendal tryggðu sér sæti í undanúrslitum í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í kvöld þegar þau lögðu andstæðinga sína í annarri umferð átta liða úrslita.Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar í Kolstad lögðu Halden örugglega...
Arnór Þór Gunnarsson og Markus Pütz munu stýra þýska 1. deildarliðinu Bergischer HC út keppnistímabilið eftir að Jamal Naji þjálfara og hans helsta aðstoðarmanni Peer Pütz var vikið frá störfum í dag. Bergischer HC hefur verið í frjálsu falli...
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Telekom Veszprém í 13 marka sigri á Balatonfüredi KSE, 33:20, á heimavelli í 23. umferð af 26 í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Telekom Veszprém virðist eiga...