Vængbrotið lið Hauka lagði Fram í upphafsleik 12. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Framhúsinu í kvöld, 33:32, eftir mikla spennu á lokakaflanum. Haukar eru þar með komnir á ný í efsta sæti deildarinnar með 18 stig eftir 12...
Tólfta umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld í Framhúsinu þegar Haukar koma í heimsókn til Framara kl. 19.30. Fimm leikir verða á dagskrá deildarinnar annað kvöld. Tólfta umferð er sú næst síðasta sem fram fer áður en...
Geir Guðmundsson, leikmaður Hauka, varð fyrir höfuðhöggi í viðureign Hauka og CSM Focsani á Ásvöllum á laugardaginn og hefur verið frá æfingum síðan. Þetta var í annað sinn á innan við ári sem Geir verður fyrir höfuðhöggi í leik....
Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klaka stúdíoið sitt og tóku upp 20. þátt vetrarins. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange, Arnar Gunnarsson og Daníel Berg Grétarsson.Í þætti dagsins fóru þeir yfir allt það helsta...
Haukar hafa kallað örvhenta hornamanninn Kristófer Mána Jónasson til baka úr láni hjá Aftureldingu þar sem hann hefur verið frá upphafi keppnistímabilsins. Kristófer Máni verður gjaldengur á ný með Haukum á föstudaginn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu...
„Augað slapp að langmestu leyti en ég er með gott glóðarauga og rúmlega það,“ sagði Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, í dag þegar handbolti.is tók stöðuna á honum. Guðmundur Hólmar fékk þungt högg á kinnbeinið í viðureign Vals og...
Tveir af þremur markvörðum karlaliðs Stjörnunnar, Adam Thorstensen og Arnór Freyr Stefánsson, hafa verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum liðsins í Olísdeildinnni. Fyrir vikið hefur Brynjar Darri Baldursson dregið fram skóna á nýjan leik og staðið á milli...
Tveir leikmenn eru efstir og jafnir á lista yfir markahæstu leikmenn Olísdeildar karla þegar flest liðin hafa leikið 11 leiki eða helming þeirra leikja sem til stendur að fari fram. Aðeins eru eftir tvær viðureignir sem varð að fresta...
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu, vekur athygli í færslu á Twitter í kvöld á dómi í leik KA og Gróttu í Olísdeild karla í handknattleik sem fram fór í KA-heimilinu.Í stöðunni 26:25 þegar um fimm mínútur eru til...
Stjörnumenn sluppu með skrekkinn í heimsókn sinni til Víkinga í Víkina í kvöld í 11. umferð Olísdeildar karla í handknattleik. Víkingar sóttu hart að gestum sínum og voru nærri búnir að hirða annað stigið. Lokatölur 31:30 fyrir Stjörnuna eftir...
Tveir leikmenn Selfoss meiddust í sigurleiknum á Íslandsmeisturum Vals í Origohöllinni, 28:26, í Olísdeild karla í gær. Óttast er að Árni Steinn Steinþórsson hafi tognaði í aftanverðu öðru læri. Guðmundur Hólmar Helgason fékk þungt högg fyrir neðan annað augað...
Elleftu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Þá verður fyrri umferð deildarkeppninnar lokið að því undanskildu að tveir frestaðir leikir standa eftir. Upphafsmerki verður gefið í báðum leikjum klukkan 18.Víkingar, sem unnu sinn...
Nýliðar HK í Olísdeild karla fengu sitt fyrsta stig í deildinni í dag er þeir gerðu jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í ógurlegum markaleik, 39:39. Segja má að það hafi verið Eyjamenn sem hafi krækt í jafnteflið því þeir...
Góður endasprettur Hauka færði þeim eins marks sigur á CSM Focsani frá Rúmeníu í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á Ásvöllum í kvöld. Sigurinn dugði Haukum hinsvegar skammt því þeir féllu úr keppni eftir samanlagt...
Markvörðurinn öflugi, Lárus Helgi Ólafsson, leikur ekki fleiri leiki með Fram á þessu ári. Hann hefur ekki verið þátttakandi í leik frá 29. október auk þess sem hann var ónotaður varamaður í leik við Gróttu 11. október vegna nárameiðsla....