Markstöngin tryggði Selfossi bæði stigin gegn ÍBV í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í Set-höllinni á Selfossi í dag, 32:31. Ásgeir Snær Vignisson átti þess kost að jafna metin á síðustu sekúndu en skot hans fór í...
Efstu tvö lið Olísdeildar karla héldu sínu striki í kvöld. Haukar unnu KA, 27:24, á Ásvöllum og Valur vann stórsigur á Aftureldingu, 26:18. KA-menn veittu Haukum harða keppni að þessu sinni en máttu játa sig sigraða á síðustu tíu...
Fjórir leikir hefjast í 20. umferð Olísdeildar karla í handknattleik klukkan 19.30.Grótta - Víkingur.Haukar - KA.Stjarnan - HK.Afturelding - Valur.Fylgst er með leikjunum í textauppfærslu hér fyrir neðan.
Fjórir leikir fara fram í tuttugustu, og þriðju síðustu, umferð Olísdeildar karla handknattleik í kvöld. Tvö efstu lið deildarinnar, Haukar og Valur, verða í eldlínunni. Haukar taka á móti KA-mönnum á Ásvöllum. Valsmenn sækja Aftureldingu heim á Varmá.Einnig getur...
ÍBV hafði sætaskipti við FH í þriðja sæti Olísdeildar karla í handknattleik í gær með sigri, 34:29, í viðureign liðanna í Kaplakrika eftir að hafa verið yfir, 19:13, að loknum fyrri hálfleik.Staðan í Olísdeildinni.Jói Long var að...
Vilhelm Poulsen leikur ekki fleiri leiki með Fram eftir að hafa meiðst undir lok viðureignar Fram og Vals í Olísdeild karla í handknattleik á laugardaginn. Liðbönd í öðrum ökkla Færeyingsins eru rifin og ljóst að nokkrar vikur getur tekið...
FH tapaði sínum öðrum leik í röð á heimavelli í Olísdeild karla í handknattleik í kvöld er þeir töpuðu fyrir ÍBV með fimm marka mun, 34:29. ÍBV er þar með komið í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig, stigi...
Hornamaðurinn Leó Snær Pétursson hefur verið fjarri góðu gamni í síðustu leikjum Stjörnunnar í Olísdeild karla. Hann hlaut slæma byltu á æfingu fyrir um hálfum mánuði með þeim afleiðigum að þungt högg kom á bakið. Leó Snær hefur ekki...
Hægri hornamaðurinn, Þorgeir Bjarki Davíðsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Gróttu og gengur til liðs við félagið að þessu leiktímabili loknu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gróttu í kvöld. Þorgeir Bjarki er að ljúka sínu öðru...
„Hakan féll ekki niður í gólf við tíðindin. Þótt ég hafi vona það besta þá var ég búinn undir það versta,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Hauka í samtali við handbolta.is fyrir hádegið. Þráinn Orri leikur ekki handknattleik á...
Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka lék ekki með liðinu í gær gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Hann fékk högg á höfuðið sem olli heilahristingi á laugardaginn. Aron Rafn gæti þar af leiðandi verið frá keppni um skeið.Róbert Sigurðarson, varnarmaðurinn sterki...
Fimm fóru fram í Olísdeild karla, 19. umferð í dag og í kvöld.Þeim er nú lokið. Úrslit þeirra voru sem að neðan getur.FH - Stjarnan 24:27 (10:12).Mörk FH: Leonharð Þorgeir Harðarson 5, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Gytis Smantauskas...
Fimm leikir fara fram í 19. umferð Olísdeildar karla í dag og í kvöld.16.00 KA - Afturelding.16.00 HK - Grótta.17.00 ÍBV - Haukar.18.00 Víkingur - Selfoss.19.30 FH - Stjarnan.Staðan í Olísdeild karla.Handbolti.is ætlar að freista þess að fylgjast með...
Valur læddi sér upp í annað sæti Olísdeildar karla í kvöld með því að leggja Fram, 30:26, í upphafsleik 19. umferðar. Valur er stigi á eftir Haukum sem tróna á toppnum en Haukar eins og önnur lið deildarinnar að...
Valdimar Grímsson er markahæsti leikmaður efstu deildar karla í handknattleik frá upphafi vega. Valdimar, sem lék lengst af með Val en einnig KA, HK, Stjörnunni og Selfoss skoraði 1.903 mörk samkvæmt samantekt Óskars Ófeigs Jónassonar blaðamanns og tölfræðings sem...