„Það er gríðarlega erfitt að sætta sig við það að bíta í súra eplið, það er rosalega súrt,“ sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs í samtali við handbolta.is í dag eftir að Þór tapaði fyrir Gróttu, 27:21, í 20....
Þór Akureyri er fallinn úr Olísdeild karla eftir eins ár dvöl. Það lá endanlega fyrir eftir tap Þórs fyrir Gróttu í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í dag, 27:21. Þar með munar sex stigum á Gróttu og Þór þegar liðin eiga...
Birgir Már Birgisson hefur skrifað undir nýjan samning við FH. Birgir Már kom til FH frá liði Víkings fyrir þremur árum síðan og hefur bætt sig mikið undanfarin ár, segir í tilkynningu frá Handknattleikdeild FH að þessu tilefni. Birgir...
„Þorsteinn Leó verður ekki með okkur á sunnudaginn gegn ÍR. Það er alveg ljóst og alveg óvíst hvort hann leikur meira á þessu keppnistímabili,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, við handbolta.is í morgun þegar spurt var frétta af stórskyttunni...
KA-menn unnu mikilvægt stig í baráttu sinni fyrir þátttökurétt í úrslitakeppni Olísdeildar karla þegar þeir náðu jafntefli við Aftureldingu, 27:27, á Varmá dag. Aftureldingarliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og var með tveggja til fjögurra...
Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefst í dag. Liðin sem höfnuðu í þriðja til sjötta sæti ríða á vaðið en þau tvö sem höfnuðu í tveimur efstu sætum deildarinnar, deildarmeistarar KA/Þórs og Fram sitja hjá í fyrstu umferð. Þau...
Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Fram á nýjan leik eftir að yfirstandandi keppnistímabili verður lokið. Þorsteinn Gauti hefur undanfarnar tvær leiktíðir leikið með Aftureldingu. Þorsteinn hefur leikið yfir 100 meistaraflokksleiki fyrir Fram og...
Grótta vann ÍR með eins marks mun í háspennuleik í kvöld, 16:15, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum umspilsins um sæti í Olísdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Leikið var í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi og var heimaliðið með eins marks...
Stórleikur 20. umferðar í Olísdeid karla, á milli erfkifjendanna Hauka og FH, hefur verið færður yfir á næsta laugardagskvöld klukkan 20 af mánudagskvöldi eins og til stóð.Haukar eru einu stigi frá að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þannig að ef þeir...
55. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar fór í loftið í dag. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson.Í þættinum fóru þeir yfir allt það helsta sem fram fór í 19. umferð Olísdeildar karla þar...
Færeyski landsliðsmaðurinn Rógvi Dal Christiansen leikur ekki með Fram næstur vikurnar, að sögn Sebastians Alexanderssonar, þjálfara liðsins. Annar ökkli Christiansen er í mesta ólagi eftir að hann sneri sig illa í leik með færeyska landsliðinu í undankeppni Evrópumótsins í...
„Við fengum heldur betur að vinna fyrir þessum stigum. Framarar voru góðir, léku hraðann og kraftmikinn handbolta. Seldu sig dýrt enda í baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Við vorum staðir varnarlega en sýndum karakter og náðum að landa nokkuð...
„Ég er ótrúlega stoltur af Framliðinu eftir þennan leik,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari karlaliðs Fram við handbolta.is kvöld eftir sex marka tap fyrir Haukum í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Safamýri í kvöld. Haukar fengu að hafa...
Haukar þurftu svo sannarlega að hafa fyrir stigunum tveimur sem þeir sóttu í heimsókn sinni til Fram í Safamýri í kvöld í lokaleik 19. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Þótt sex mörkum hafi munað þegar upp var staðið, 35:29,...
„Það var eins og menn hafi ekki haft trú á því að menn gætu staðið lengur í Valsliðinu. Við erum síðan óagaðir á köflum og sóknarleikurinn var ekki falleg sjón. Eins var það ákvörðun mín að rúlla á liðinu...