Valsmenn voru ekki lengi að jafna sig eftir óvænt tap fyrir Þór Akureyri á síðasta sunnudag. Þeir lögðu Framara í kvöld 26:24 í Origohöllinni í kvöld í upphafsleik 17. umferðar Olísdeildar karla. Framarar töpuðu þriðja leiknum í röð og...
Hjálmtýr Alfreðsson hefur skrifað undir þriggja ára áframhaldandi samning við Stjörnuna og verður því áfram hjá sínu heimaliði næstu árin. Hjálmtýr er vinstri hornamaður og hefur spilað með meistaraflokki félagsins frá árinu 2011. Hann byrjaði að æfa fimm ára...
Sautjánda umferð Olísdeildar karla í handknattleik hefst í kvöld með viðureign Reykjavíkurliðanna Vals og Fram í Origohöllinni á Hlíðarenda. Valur tapaði fyrir Þór Akureyri í sextándu umferð á síðasta sunnudag og Fram hefur tapað tveimur leikjum á heimavelli eftir...
Ísak Rafnsson er síður en svo á leiðinni úr Kaplakrika þar sem hann hefur leikið með FH allan sinn feril, að einu ári undanskildu, er hann var í herbúðum Tirol í Austurríki, leiktíðina 2018/2019. Í morgun greindi Handknattleiksdeild...
Ásgeir Snær Vignisson leikur ekkert meira með ÍBV í Olísdeildinni á þessu keppnistímabili. Hann hefur ekkert verið með ÍBV um skeið eftir að hafa komið til leiks á ný í lok janúar eftir að hafa farið úr axlarlið í...
Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust niður í hljóðverið sitt og tóku upp sinn 50. þátt en að þessu sinni ræddu þeir um 16.umferðina í Olísdeild karla. Hæst bar í þessari umferð óvæntur sigur Þórs á Val. Þeir félagar...
ÍR-ingar töpuðu sínum sextánda leik í Olísdeild karla í handknattleik í dag þegar þeir sóttu leikmenn Selfoss heim í Hleðsluhöllina á Selfossi, 28:23. Fátt virðist geta komið í veg fyrir að ÍR-ingar kveðji deildina í vor eftir erfitt tímabil....
Haukar misstíga sig ekki í toppbaráttu Olísdeildar karla í handknattleik. Þeir halda áfram að sigla nokkuð fyrir ofan önnur lið deildarinnar og þeir undirstrikuðu þá stefnu sína með því að leggja KA á sannfærandi hátt í Schenkerhöllinni á Ásvöllum...
Eyjamenn skoruðu tvö síðustu mörkin í leik sínum við Fram í Safamýri í dag í Olísdeild karla og tóku bæði stigin með sér heim eftir sveiflukenndan leik, 30:29. Framarar töpuðu þar með öðum heimaleik sínum í röð eftir að...
Leikmenn Þórs Akureyrar eru svo sannarlega ekki af baki dottnir í Olísdeild karla þótt syrt hafi álinn eftir því sem á keppnistímabilið hefur liðið. Þeir ráku af sér slyðruorðið í dag og skelltu leikmönnum Vals á sannfærandi hátt í...
Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar, segist ekki ætla að sækja um frestun á leikjum liðsins sem fram eiga að fara í Olísdeildinni föstudaginn 30. apríl gegn FH og mánudaginn 3. maí á móti ÍR eftir að Tandri Már Konráðsson,...
Sextándu umferð Olísdeildar karla í handknattleik lýkur í dag þegar fjórir leikir fara fram. Þeir hefjast allir klukkan 16. Einn leikur í þessari umferð var háður í gærkvöld þegar Afturelding sótti Stjörnuna heima. Leikmenn FH og Gróttu sitja yfir...
Stjarnan lagði Aftureldingu með tveggja marka mun, 35:33, í upphafsleik 16. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í TM-höllinni í kvöld og tók þar með strikið upp í fjórða sæti deildarinnar. Garðabæjarliðið hefur nú 18 stig að loknum 16 leikjum...
Keppni á Íslandsmótinu í handknattleik mjakast af stað eftir mánaðarlangt hlé. Tveir leikir voru í Olísdeild karla á fimmtudaginn. Í kvöld hefst sextánda umferð deildarinnar með einum leik en aðrir leikir í umferðinni verða háðir á morgun. Fljótlega eftir...
Færeyski landsliðsinsmarkvörðurinn Nicholas Satchwell skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA en greint er frá þessu á heimsíðu félagsins.Satchwell kom til KA fyrir tímabilið sem nú stendur yfir frá Neistanum í Þórshöfn og hefur...