- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olís karla

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leiktíðin flautuð af stað

Keppnistímabil handknattleiksfólks hér á landi hefst í dag þegar leikið verður í Meistarakeppni Handknattleikssambands Íslands. Í Meistarakeppninni mætast alla jafna Íslands- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar.Að þessu sinni mætast í kvennaflokki Fram, sem varð deildar,- og bikarmeistari síðasta tímabils...

Ekki með fyrir áramót

„Ég verð allavega ekki með fyrir áramót. Einfaldlega er brjálað að gera í vinnunni og síðan var ég að eignast dóttur rétt í þessu,“ sagði markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson þegar handbolti.is náði tali af honnum fyrr í dag.„Ofan á...

Rifar seglin alltént í bili

Handknattleiksmaðurinn Ari Magnús Þorgeirsson segir meiri líkur en minni vera á að hann leiki ekki í Olísdeildinni á komandi leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við handbolta.is í morgun. Hann hefur ekkert æft með Stjörnuliðinu í sumar.„Ég hef...
- Auglýsing -

Fékk smá tog í bakið

„Ég býst ekki við öðru en að verða klár þegar deildin hefst,“ sagði Ólafur Gústafsson, handknattleiksmaður þegar handbolti.is náði tali af honum í dag. Ólafur hefur ekkert leikið með KA-liðinu í æfingaleikjum en hann gekk til liðs við KA...

Dregur sig í hlé vegna anna

„Ég reikna ekki með að vera með í handboltanum í vetur vegna anna á öðrum vígstöðvum,“ sagði handknattleiksmaðurinn og læknaneminn, Árni Steinn Steinþórsson, þegar handbolti.is náði tali af honum í morgun. Árni Steinn hefur undanfarin ár leikið með uppeldisfélagi...

Meistarakeppnin á sunnudag

Handboltinn rúllar af stað með meistarakeppni HSÍ í karla- og kvennaflokki á sunnudaginn. Í meistarakeppni kvenna mætast deildarmeistarar Fram og KA/Þór sem fékk silfur í Coca Cola bikarnum í mars. Leikurinn fer fram á heimavelli Framkvenna í Safamýri og...
- Auglýsing -

Skarð hoggið í raðir Valsara

Skarð hefur verið hoggið í raðir í karlalið Vals þegar aðeins er rúm vika er þangað til keppni hefst í Olísdeild karla. Einn af yngri og efnilegri leikmönnum liðsins, Arnór Snær Óskarsson, er ristarbrotinn og verður frá keppni og...

Bræðurnir í Garðabæ

Bræðurnir Björgvin og Einar Hólmgeirssynir gengu í gær til liðs við Stjörnuna. Þeir kannast vel við sig í búningi Stjörnunnar enda báðir leikið með félaginu. Einar ætlar þó ekki að draga fram keppnisskóna heldur vera aðstoðarþjálfari hjá Patreki Jóhannessyni...

Styttist í tvo en lengra í Darra

Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka, vonast til þess að stutt sé í að hægri hornamennirnir Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Halldór Ingi Jónasson, geti farið að æfa með liðinu af fullum krafti. Báðir hafa þeir glímt við meiðsli um nokkurt...
- Auglýsing -

Brotnir Aftureldingarmenn

Guðmundur Árni Ólafsson, hornamaðurinn sterki í liði Aftureldingar, fingurbrotnaði í leik Aftureldingar og Stjörnunnar í Hafnarfjarðarmótinu um síðustu helgi. Blær Hinriksson sem gekk til liðs við Aftureldingu frá HK í sumar er ristarbrotinn.Að sögn Gunnars Magnússonar, þjálfara Aftureldingar,...

Til Spánar og Litháen

Aftureldingarmenn drógust gegn Granitas-Karys frá Litháen í aðra umferð Evrópubikarsins í handknattleik karla og Valur mætir spænska liðinu Rincon Fertilidad Málaga í annarri umferð sömu keppni í kvennaflokki. Dregið var á þriðjudaginn.FH er einnig skráð til þátttöku í...

Dani kominn til ÍBV

Í byrjun vikunnar gengu forráðamenn ÍBV frá samningi við örvhentu dönsku skyttuna Jonathan Werdelin um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Werdelin, sem er 21 árs gamall, kemur úr herbúðum danska liðsins TMS Ringsted. Hann er þegar kominn...
- Auglýsing -

Unnu alla á heimavelli

Eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á Ragnarsmótinu á Selfoss, fyrsta handknattleiksmóti tímabilsins, þá fylgdu leikmenn Hauka sigrinum eftir með því að vinna Hafnarfjarðarmótið sem stóð yfir um síðustu helgi í Schenker-höllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði.Haukar unnu...

Langri bið lauk á Selfossi

Rúmir fimm mánuðir liðu frá því að Íslandsmótið í handknattleik fékk snubbóttan enda þar til næst var flautað til leiks í mótsleik í handbolta hér á landi þegar hið árlega Ragnarsmót var haldið á Selfossi eftir miðjan ágúst. Með...

Nokkuð var um þjálfaraskipti

Það voru ekki aðeins leikmenn liðanna sem taka þátt í Íslandsmótinu sem skiptu um vettvang í sumar. Þjálfarar fluttust á milli liða hér innanlands. Sumir fluttust á milli liða í Olís-deild karla en einnig fluttust þjálfarar heim frá útlöndum....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -