„Það er margt í þessum leik sem mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja,“ sagði Jakob Lárusson, þjálfari kvennaliðs FH í samtali við handbolta.is eftir að FH tapaði fyrir KA/Þór í Olísdeild kvenna í Kaplakrika í gærkvöld, 21:19.
Jakob var ómyrkur...
„Þetta var svolítill barningur en okkur tókst að ná stigunum tveimur sem skipta öllu máli. Það verður gott að fara með tvö stig í rútuna norður,“ sagði Ásdís Guðmundsdóttir, leikmaður KA/Þórs í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir sigur...
„Frábær og mikilvægur sigur hjá okkur í erfiðum leik sem var járn í járn allan tímann,“ sagði Sunna Jónsdóttir markahæsti leikmaður ÍBV með 10 mörk í sigurleiknum á Val Vestmannaeyjum í dag í 3. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik....
„Því miður náðum við ekki okkar besta leik í dag,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals, í stuttu samtali við handbolta.is eftir að Valur tapaði naumlega fyrir ÍBV, 23:22, í Olísdeild kvenna í Vestmannaeyjum síðdegis.
Með tapinu sá...
KA/Þór fagnaði sínum fyrsta sigri í Olísdeild kvenna í kvöld þegar liðið lagði neðsta lið deildarinnar, FH, 21:19, í Kaplakrika í síðasta leik þriðju umferðar deildarinnar og fer því með kærkomin tvö stig í farteskinu norður í kvöld.
FH-liðið...
ÍBV tyllti sér á topp Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag þegar liðið lagði Val, 23:22, í hörkuleik í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Valur var marki yfir í hálfleik, 11:10. ÍBV hefur þar með fimm stig að loknum þremur leikjum...
„Við náðum að þétta okkur saman sem lið og hafa gaman af þessu. Aðalatriðið í handbolta er að hafa gaman af leiknum. Þá fer boltinn í markið og vörnin þéttist. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið,“ sagði Karólína...
„Ég er bara alls ekki sátt og veit þess vegna ekkert hvað ég á að segja,“ sagði Karen Helga Díönudóttir, leikmaður Hauka, eftir níu marka tap fyrir Fram í 3. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Framhúsinu í dag.
„Það...
Fram er komið með fjögur stig eftir þrjá leiki í Olísdeild kvenna í handknattleik eftir öruggan sigur á Haukum, 32:23, í Framhúsinu í dag. Haukar, sem stóðu í Fram-liðinu í fyrri hálfleik, eru áfram með tvö stig, en sýndu...
„Það hefði verið frábært að fara með sex stig inn í pásuna og það var vissulega markmið okkar fyrir leikinn í dag og vonbrigði að ná því ekki,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, markahæsti leikmaður Stjörnunnar með átta mörk í...
„Við stóðumst pressuna í lokin, sem betur fer,“ sagði Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, annar af tveimur markahæstu leikmönnum HK í sigurleiknum á Stjörninni í 3.umferð Olísdeildar kvenna í TM-höllinni í kvöld, 25:23. Valgerður Ýr innsiglaði sigurinn með sjötta markinu sínu...
HK vann sinn fyrsta leik í kvöld í Olísdeildinni þegar liðið lagði Stjörnuna, sem var taplaus fyrir leikinn, 25:23, í hörkuleik í TM-höllinni í Garðabæ. Frumkvæðið var HK-megin nær allan leikinn í TM-höllinni og nokkrum sinnum náði liðið þriggja...
TM-höllin verður vettvangur kvöldsins í Olísdeildum karla og kvenna en þar verður boðið upp á tvo hörkuleiki. Annarsvegar mætast kvennalið Stjörnunnar og HK klukkan 17.45 og hinsvegar karlalið Stjörnunnar og Hauka klukkan 20.30.
Stjarnan hefur farið afar vel af...
Spámaður vikunnar er efnisliður sem handbolti.is hleypti af stokkunum í síðustu viku þegar önnur umferð Olísdeildanna fór fram. Spámaðurinn er fastur liður að morgni þess dags sem umferð hefst í Olísdeildum karla og kvenna.
Í kvöld hefst þriðja umferð Olísdeildar...
Kvennalið Hauka í Olísdeildinni varð fyrir skakkaföllum í gær þegar í ljós kom að Berglind Benediktsdóttir hafði tábrotnað á æfingu í fyrrakvöld. Hún leikur þar af leiðandi ekki með Haukum á næstunni.
Skarð er fyrir skildi í fjarveru Berglindar....