Síðasti leikur 11. umferðar Olísdeildar karla fór fram í gærkvöld að Varmá þegar Valur vann Aftureldingu örugglega, 33:28, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik.Aðrir leikir 11. umferðar voru háðir 29. og 30. nóvember....
Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum er lang markahæst í Olísdeild kvenna þegar hlé hefur verið gert á keppni í deildinni vegna þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna sem hefst 29. nóvember. Elín Klara hefur skorað 75 mörk...
Haukar verma toppsæti Olísdeildar kvenna það sem eftir lifir ársins eftir sigur á Aftureldingu í síðasta leik ársins að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld, 26:22. Haukar hafa þar með 18 stig að loknum 10 leikjum eins og Valur en...
Síðasti leikur ársins í Olísdeild kvenna fer fram að Varmá í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim klukkan 18.30. Þar með lýkur 10. umferð. Þráðurinn verður tekinn upp 6. janúar. Langt hlé sem er framundan skýrist af þátttöku íslenska...
Í annað sinn á keppnistímabilinu vann Fram stórsigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna. Að þessu sinni munaði 11 mörkum á liðunum eftir viðureign í Úlfarsárdal, 33:22. Með sigrinum settist Framliðið í þriðja sæti Olísdeildar með 12 stig eftir 10...
ÍR-ingar kvöddu neðstu liðin þrjú í Olísdeild kvenna í kvöld með góðum sigri á KA/Þór í KA-heimilinu í kvöld 22:19 í síðasta leik liðanna í deildinni á árinu. ÍR hefur þar með 10 stig eftir níu leiki og er...
Síðasta umferð ársins í Olísdeild kvenna hefst í kvöld með þremur leikjum. Einnig verður haldið áfram að fækka liðum sem standa eftir í Poweradebikar karla. Ein viðureign fer fram í keppninni í kvöld. Til viðbótar verður leikur í Grill...
Íslandsmeistarar Vals unnu stórsigur á KA/Þór, 32:19, í lokaleik 9. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í KA-heimilinu í dag. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 15:10, Val í vil.Valur hefur þar með komið sér fyrir við hlið Hauka með...
Níundu umferð Olísdeilda karla og kvenna í handknattleik lýkur í dag með leikjum á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir verða í eldlínunni. Nyrðra mæta Íslandsmeistarar Vals liðsmönnum KA/Þór í Olísdeild kvenna klukkan 15. Einni stund síðar taka Íslandsmeistarar ÍBV...
Fréttatilkynning frá stjórn handknattleiksdeildar Hauka:„Undanfarna daga hefur ÍBV komið fram í fjölmiðlum og gagnrýnt HSÍ og Hauka. Gagnrýnin hefur snúið að leikjaskipulagi ÍBV og helst einum leik Hauka og ÍBV í mfl. kvk.Haukar vísa þessari gagnrýni alfarið á bug...
Afturelding og Stjarnan höfðu sætaskipti á botni Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld þegar Afturelding lagði Stjörnuna öðru sinni á leiktíðinni. Að þessu sinni unnu Mosfellingar liðsmenn Stjörnunnar, 23:22, í Mýrinni í Garðabæ. Afturelding hefur þar með fjögur stig...
Sjö leikir verða á dagskrá í þremur deildum Íslandsmóts karla og kvenna í handknattleik í kvöld. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.Leikir kvöldsinsOlísdeild karla:Kórinn: HK - Víkingur, kl. 18.Hertzhöllin: Grótta - Valur, kl. 20.Mýrin: Stjarnan - Fram,...
Eftir þrjá tapleiki í röð, tvo í deildinni og einn í bikarkeppninni, þá sneru Framarar við blaðinu í kvöld þegar þeir lögðu ÍR, 31:24, í níundu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Skógarseli í Breiðholti. Eftir jafnan fyrri hálfleik...
ÍBV steinlá fyrir Haukum, 38:17, í upphafsleik 9. umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í gær. Haukar, sem eru einir efstir í Olísdeildinni eftir leikinn, voru með 11 marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 21:10.Vegna afar mikilla skakkfalla...
Níunda umferð Olísdeildar kvenna hefst í kvöld með viðureign á Ásvöllum. ÍBV sækir Hauka heim og stendur til að flauta til leiks klukkan 19.30. Til stóð að leikurinn færi fram á laugardaginn en honum var flýtt vegna þátttöku ÍBV...