„Fyrri hálfleikur var brösóttur hjá okkur en síðari hálfleikur var mjög flottur hjá okkur gegn ungu Framliði,“ sagði hinn þrautreyndi leikmaður ÍBV, Kári Kristján Kristjánsson, í samtali við handbolta.is eftir sigur liðsins, 38:32, á Fram í Olísdeild karla í...
„Þetta var frábær sigur og við vorum ógeðslega flottir,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA við Instagramsíðu KA eftir óvæntan sigur KA á Val, 33:29, í Olísdeild karla í handknattleik í Origohöllinni í kvöld.
KA var tveimur mörkum yfir...
Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings var ánægður með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir fimm marka tap, 33:28, fyrir Aftureldingu í Safamýri í kvöld. „Þetta var rosalega flottur og góður leikur að taka þátt í. Spennustigið var rétt. Við vorum...
Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum er lang markahæst í Olísdeild kvenna þegar hlé hefur verið gert á keppni í deildinni vegna þátttöku íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna sem hefst 29. nóvember. Elín Klara hefur skorað 75 mörk...
Tíunda umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum. Vonandi setur veðrið ekki strik í reikninginn vegna þess að þrjú af liðunum sex sem eiga að leika í kvöld taka þátt í Evrópuleikjum að heiman um helgina.
Þrír leikir...
Átta liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í handknattleik lauk í gær með tveimur viðureignum. Þar með er ljóst hvaða átta lið verða í skálunum þegar dregið verður.
Liðin átta eru:
Afturelding, FH, Haukar, ÍBV, KA, Selfoss, Stjarnan og Valur.
Samkvæmt upplýsingum á...
„Maður vill alltaf meira. Mér finnst sem við gætum verið með tveimur eða jafnvel fjórum stigum fleiri í Olísdeildinni en við höfum þegar. Á hitt ber þó að líta að þegar lið eru skipuð mörgum ungum leikmönnum þá eru...
Haukar létu það ekki vefjast fyrir sér að slá 2. deildarliði ÍH út úr 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla í dag. Lokatölur 34:13, en níu marka munur var á liðunum eftir fyrri hálfleik, 16:7.
Að viðstöddum nærri 1.000 áhorfendum...
ÍBV innsiglaði sæti í 8-liða úrslitum Poweradebikarnum í handknattleik karla með sigri á Fram, 32:28, í skemmtilegum leik í Vestmannaeyjum í dag. Eftir kaflaskiptan leik þá tryggðu Eyjamenn sér sigurinn á síðustu 140 sekúndum viðureignarinnar. Á þeim tíma skoraði...
„Ég er fyrst fremst ánægður með að vera kominn áfram í átta liða úrslit,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH í samtali við handbolta.is eftir sigur liðsins á ÍR í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í handknattleik karla í Skógarseli í...
„FH-ingar eru bara nokkrum þrepum ofar en við. Þess vegna var okkur ljóst að það yrði á brattann að sækja í leiknum,“ sagði Bjarni Fritzson þjálfari ÍR í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir að 13 marka tap fyrir...
„Við vissum að verkefnið væri erfitt gegn vel þjálfuðu Fjölnisliði. Einnig lékum við á fáum mönnum að þessu sinni. Mér fannst við klára þetta vel því við fengum á okkur nokkur áhlaup sem við náðum að verjast vel. Heilt...
„Við vorum inni í leiknum frá upphafi til enda. Það er ekki fyrr en í blálokin sem þeir náðu komast fjórum mörkum yfir. Annars má segja að þetta hafi verið tveggja marka leikur í sextíu mínútur,“ sagði Sverrir Eyjólfsson...
Tveir síðustu leikir 16-liða úrslita Poweradebikarsins í handknattleik karla fara fram í dag. Báðir hefjast þeir klukkan 16. Annarsvegar mætast ÍBV og Fram í Vestmannaeyjum og hinsvegar verður Hafnarfjarðarslagur í Kaplakrika þegar ÍH, sem leikur í 2. deild, tekur...
FH, KA og Valur bættust í kvöld í hóp þeirra liða sem komin eru í átta liða úrslit Poweradebikarkeppni karla í handknattleik. FH lagði ÍR með 13 marka mun í Skógarseli, 38:25, KA vann Fjölni í Fjölnishöllinni, 27:23, og...