Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla verða að mæta til leiks strax í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar sem fram fer síðustu helgina í ágúst og í fyrstu helgi september. Þetta kemur fram í styrkleikaröðun liðanna sem taka þátt í keppninni...
Handknattleiksmarkvörðurinn Arnór Freyr Stefánsson hefur fært sig um set og skrifað undir saming við Stjörnuna til ársins 2024. Arnór Freyr kemur til félagsins frá Aftureldingu hvar hann hefur verið undanfarin þrjú ár.Arnór er 30 ára gamall og er uppalinn...
Handknattleikskonan Stefanía Theodórsdóttir hefur samið við kvennalið Stjörnunnar til ársins 2024. Mun hún styrkja liðið töluvert fyrir komandi átök en Stefanía var í barnsburðarleyfi á síðasta keppnistímabili. Stefanía þekkir TM-höllina mjög vel enda hefur hún spilað með meistaraflokki Stjörnunnar...
Sjaldan eða aldrei hafa eins mörg íslensk félagslið skráð sig til leiks í Evrópukeppni félagsliða í handknattleik og nú. Sjö af átta liðum sem áttu þess kost nýttu réttinn, eftir því sem næst verður komist. Kvennalið Fram er það...
Handknattleikskonunni Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur er ýmislegt til lista lagt á íþróttavellinum. Hún er ein reyndasta og sigurælasta handknattleikskona landsliðsins og mætti til leiks á ný með Val í Olísdeildinni þegar á síðasta keppnistímabil leið auk þess sem hún gaf...
Landsliðskonan í handknattleik og leikmaður Íslands- og deildarmeistara KA/Þórs, Ásdís Guðmundsdóttir, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór. Ásdís sem er 23 ára gömul er uppalin hjá KA/Þór og tók ung skrefið upp í meistaraflokk.„Ásdís hefur verið...
Hrannar Bragi Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Stjörnuna og mun því vera áfram hjá uppeldisfélagi sínu næstu árin. Hrannar Bragi er miðjumaður sem lék alla leikina 22 með Stjörnunni í Olísdeildinni á síðasta tímabili og...
Barcelona staðfesti í gær að félagið hafi samið við Egyptann Ali Zein um að leika með liði félagsins. Zein á að einhverju leyti að koma í stað Arons Pálmarssonar. Zein kemur til Barcelona frá Sharjah Sports Club í Sameinuðu...
Ein reyndasta handknattleikskona Íslands og þótt víða væri leitað, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til næstu tveggja ára. Hanna Guðrún hefur leikið með Stjörnunni í 11 ár en ferill hennar í meistaraflokki spannar ríflega aldarfjórðung.Hanna...
Handknattleiksmaðurinn Kristófer Andri Daðason er kominn í herbúðir Fram á nýjan leik eftir að hafa leikið með HK á síðasta keppnistímabili í Grill66-deildinni þar sem liðið stóð upp sem sigurvegari.Kristófer Andri, sem á 23. aldursári, hefur einnig m.a. leikið...
Óvíst er með hvaða liði handknattleiksmarkvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson leikur á næsta keppnistímabili. Hann er samningsbundinn ÍR næsta árið en mjög ólíklegt er að hann leiki með liðinu sem tekur sæti í Grill66-deildinni eftir fall úr Olísdeildinni á vormánuðum.Samkvæmt...
„FH verður í Evrópupottinum fimmta árið í röð þegar dregið verður,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar Hafnarfjarðarliðsins við handbolta.is í morgun þegar hann staðfesti að FH-ingar ætli að senda karlalið sitt til keppni í Evrópubikarkeppninni sem hefst í haust.Þar...
Lokahóf handknattleiksdeildar Selfoss fór fram í sumarblíðu á Hótel Selfoss á laugardagskvöldið síðastliðið. Kátt var á hjalla og gleðin var ótakmörkuð af sóttvarnarreglum. Dagskráin var með hefðbundnu sniði og var veislustjóri kvöldsins Gunnar Sigurðarson. Á hófinu voru veitt einstaklingsverðlaun...
„Þegar við höfum átt þess kost að taka þátt í Evrópukeppni þá höfum við verið með. Á því verður engin breyting á núna,“ sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka við handbolta.is. Hann staðfesti þar með að Haukar skrái lið...
Forsvarsmenn handknattleiksdeildar Selfoss hafa ákveðið nýta þann rétt sem félagið hefur til að skrá karlalið sitt til leiks í Evrópubikarkeppninni. Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss staðfesti þetta í samtali við sunnlenska.is.„Það er skýr stefna deildarinnar að nýta öll tækifæri...