- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þegar öllu er á botninn hvolft þá áttum við sigurinn skilið

Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals gefur skipanir. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

„Leikurinn var frábærlega útfærður hjá stelpunum. Varnarleikurinn var mjög góður auk þess sem okkur tókst að halda uppi hraða og keyra vel á Fram-liðið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson sigurreifur þjálfari bikarmeistara Vals í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Fram, 25:19, í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins á Ásvöllum í gær.


„Fyrir utan fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik þá voru við með góða stjórn á sóknarleiknum. Eftir leikhlé sem við tókum þá færðist meiri ró og agi yfir sóknarleikinn. Þegar við bættist að varnarleikurinn var góður og Sara Sif Helgadóttir mjög góð í markinu þá var ekki að sökum að spyrja. Sara Sif hefur átt frábært tímabil með okkur og undirstrikaði það í dag,“ sagði Ágúst Þór ennfremur þar sem hann beið eftir að verða kallaður upp á verðlaunapallinn með leikmönnum sínum.


„Fram-liðið er afar vel skipað lið með miklum sigurvegurum. Liðin eru jöfn að getu en Fram varð fyrir áfalli þegar Emma Olsson var útilokuð undir lok fyrri hálfleiks. Olsson er frábær leikmaður sem heldur meðal annars saman vörninni. Þegar hennar naut ekki við lengur þurfti Fram-liðið að breyta vörninni. Okkur tókst að svara þeirri breytingu.


Þegar öllu verður á botninn hvolft þá held ég að við höfum átt sigurinn skilið,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals áður en hann tók á rás upp á verðlaunapallinn með bikarmeistaraliðinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -