Rakel Sigurðardóttir einn af reynslumeiri leikmönnum Hauka leikur ekki með liðinu í Olísdeildinni fyrr en eftir áramót. Þetta staðfesti Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, við handbolta.is í dag.
Rakel fór meidd af leikvelli þegar nærri stundarfjórðungur var liðinn af viðureign Hauka...
Danska handknattleikskonan Sofie Söberg Larsen hefur ekkert tekið þátt í síðustu þremur leikjum Íslandsmeistara KA/Þórs. Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs sagði góða skýringu vera á fjarveru hennar. Larsen stundar nám við danskan skóla og fer það fram í lotum....
Íslands- og bikarmeistarar KA/Þórs unnu Hauka, 34:26, í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld eins og handbolti.is greindi samviskusamlega frá hér.
Egill Bjarni Friðjónsson var að vanda með myndavél sína á lofti í KA-heimilinu og sendi handbolta.is nokkrar myndir...
Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust niður í Klaka stúdíóinu sínu og tóku upp nýjan þátt sem kom fyrir eyru hlustenda í kvöld. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Jói Lange og Arnar Gunnarsson.
Í þætti dagsins fóru þeir...
KA/Þór fór upp í þriðja sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Haukum í KA-heimilinu í frestuðum leik úr 3. umferð, 34:26. KA/Þór hefur þar með sjö stig eftir fimm leiki en Haukar eru í...
Æfingar hefjast á nýjan leik í dag hjá handknattleiksdeild Selfoss en þær hafa legið niðri í viku vegna talsverðrar útbreiðslu kórónuveirusmita á Selfossi. Einnig var kappleikjum með öllum liðum allra flokka hjá Selfossliðinu frestað með mesti stormurinn gekk yfir.„Við...
Þráðurinn verður tekinn upp í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld þegar leikmenn Hauka sækja Íslandsmeistara KA/Þórs heim í KA-heimilið á Akureyri klukkan 18.
Um er að ræða leik úr þriðju umferð deildarinnar sem átti að fara fram um...
Thea Imani Sturludóttir landsliðskona úr Val og Hafþór Már Vignisson úr Stjörnunni eru leikmenn október mánaðar í Olísdeildunum samkvæmt tölfræði samantekt HBStatz. Niðurstöður voru birtar í gærkvöld. Bæði leika þau í skyttustöðunni í hægra megin en eru einnig mjög...
„Mér fannst hugarfarið breytast í hálfleik. Okkur varð ljóst að nauðsynlegt væri að gefa tíu til fimmtán prósent meira í leikinn en við vorum að gera. Það var dauft yfir okkur í fyrri hálfleik sem breyttist sem betur fer...
„Við mættum ekki leiks í upphafi síðari hálfleiks með þeim afleiðingum að Valsliðið valtaði yfir okkur á fyrstu tíu til tólf mínútunum,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, eftir sex marka tap Hauka fyrir Val í Olísdeild kvenna í handknattleik...
Valur vann Hauka, 32:26, í lokaleik 5. umferðar Olísdeildar kvenna í Origohöllinni í dag. Þar með treysti Valsliðið stöðu sína í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir Fram sem er efst. Valur á leik til góða. Þetta var hinsvegar...
Fimmtu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik lýkur í dag með viðureign Vals og Hauka í Origohöllinni klukkan 14. Hvorugt liðanna hefur tapað leik til þessa eftir að hafa leikið þrjá leiki en vegna þátttöku íslenskra félagsliða í Evrópukeppni hefur...
Meistarar KA/Þórs lentu í kröppum dansi í KA-heimilinu í dag þegar HK kom í heimsókn. Máttu meistararnir þakka fyrir annað stigið þegar upp var staðið eftir jafnan leik, 26:26. HK var marki yfir, 13:12, að loknum fyrri hálfleik. Gestirnir...
Eftir talsverðan barning í lokin þá tókst Stjörnunni að fagna sigri á ÍBV í viðureign liðanna í Olísdeild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 26:24. Eva Björk Davíðsdóttir innsiglaði sigurinn á síðustu sekúndunum og hjó þá á nærri...