Olísdeildir

- Auglýsing -

Brúðkaup gerði harðan KA-mann að liðsstjóra Þórs

Gunnar Níelsson, eða Gunni Nella, er einn harðasti stuðningsmaður KA sem til er en lengi hefur verið djúp gjá á milli KA-manna og Þórsara á Akureyri. Hún kom þó ekki í veg fyrir að Gunni væri um skeið liðsstjóri...

Ekkert bann og rauð spjöld dregin til baka

Fimm erindi lágu fyrir aganefnd Handknattleikssambands Íslands í gær þegar hún kom saman til síns vikulega fundar þar sem m.a. voru teknar fyrir agaskýrslur frá dómurum leikja á Íslandsmótinu síðustu daga. Enginn var úrskurðaður í bann af nefndinni þessa...

Handboltinn okkar: Vistaskipti Björgvins Páls og Olísdeildirnar brotnar til mergjar

Í þætti dagsins af Handboltinn okkar fóru þeir félagar Jói Lange og Gestur Guðrúnarson yfir leikina sem voru í 8. umferð í Olísdeild karla og kvenna.  Þeir hófu þáttinn á Olísdeild kvenna þar sem þeir rýndu í leikina og...
- Auglýsing -

Dagskráin: Grannaslagur í bikarnum og Grill 66-deildin

Blásið verður til leiks í Coca Cola-bikarkeppninni í handknattleik karla í kvöld, bikarkeppni HSÍ. Sannkallaður stórleikur verður á dagskrá þegar Akureyrarliðin Þór og KA leiða saman hesta sína í Íþróttahöllinni á Akureyri klukkan 19.30. Grannaslagurinn gerist vart stærri hér...

Bætir við þremur árum hjá FH

Ásbjörn Friðriksson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Ásbjörn hefur verið einn af lykilleikmönnum FH síðastliðinn áratug og um leið einn allra besti leikmaður Olísdeildarinnar.Ásbjörn er einn allra leikjahæsti leikmaður Fimleikafélagsins og stefnir hraðbyri...

Molakaffi: Skoraði fyrsta markið og fiskaði víti, Romero og Nyfjäll

Hinn 16 ára gamli Elmar Erlingsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍBV í Olísdeildinni í viðureign Stjörnunnar og ÍBV  í TM-höllinni í fyrrakvöld. Hann fiskaði einnig eitt vítakast.  Elmar hefur ekki langt að sækja handknattleiksáhugann. Faðir hans er Erlingur...
- Auglýsing -

Fer til Vals í sumar

Handknattleiksdeild Vals hefur samið við Björgvin Pál Gústavsson til fimm ára. Hann gengur til liðs við félagið í sumar og mun hann leika með liðinu að minnsta kosti út tímabilið 2026. Frá þessu er greint á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Vals....

Úr leik fram á næsta tímabil

Hornamaðurinn Friðrik Hólm Jónsson verður ekki með ÍBV fyrr en komið verður inn á næsta keppnistímabil í handknattleiknum. Friðrik Hólm varð fyrir því óláni að slíta krossband snemma árs. Af þeim sökum hefur hann ekkert verið í leikmannahópi ÍBV...

Festir sig hjá Stjörnunni

Brynjar Hólm Grétarsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til ársins 2024. Hann kom til Garðabæjarliðsins á síðasta ári frá Þór. Brynjar Hólm er lék áður með Akureyri handboltafélagi og síðan Þór eftir að upp úr samstarfi KA og...
- Auglýsing -

Þurfum að hugsa lengra en einn leik fram í tímann

„Hugsanlega er styst í Agnar Smára Jónsson af þeim þremur leikmönnum sem eru frá keppni hjá okkur um þessar mundir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, spurður um stöðuna á Agnari Smára Jónssyni, Róberti Aroni Hostert og Þorgils Jóni...

Verður frá í sex vikur

Fannar Þór Friðgeirsson lék ekki með ÍBV gegn Stjörnunni í Olísdeildinni í handknattleik í gærkvöld og ljóst er að hann verður ekki með Eyjaliðinu næstu vikur. Einnig er Sigtryggur Daði Rúnarsson frá keppni vegna meiðsla og verður úr leik...

Nýtum leikmannahópinn og leitum áfram lausna

„Við vorum í erfiðleikum með Stjörnumenn í 45 mínútur en síðasta stundarfjórðunginn tókst okkur að binda vörnina betur saman. Upp úr því þá fengum við möguleika undir lokin til að krækja í annað stigið en því miður tókst það...
- Auglýsing -

Ljósi punkturinn er stigin tvö

„Ljósi punkturinn er sá að við fengum tvö stig. Það var margt í þessum leik sem við getum haldið áfram að byggja á. Við lékum vel í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni, bæði í vörn og sókn,“...

Ánægður með sigurinn en ekki varnarleikinn

„Sigurinn var uppskera af þolinmæðisverki okkar því við vissum að Afturelding væri með frábært lið sem enginn valtar yfir,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, ánægður með stigin tvö sem 33:27, sigur FH á Afturelding færði liði hans í Olísdeildinni....

Lékum frábærlega í 45 mínútur

„Við lékum frábærlega í 45 mínútur en þegar Döhler fór að verja eins og berserkur þá skildu leiðir,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, eftir sex marka tap, 33:27, fyrir FH í áttundu umferð Olísdeildar karla í handknattleik að Varmá...
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -