Nýliðar Gróttu voru mikið betri en ÍR-ingar í viðureign liðanna í Olísdeild karla í handknattleik í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Heimamenn voru með átta marka forystu þegar leiknum lauk, 29:21. Stefán Huldar Stefánsson fór á kostum í marki...
„Við erum gríðarlega spenntir fyrir að byrja. Standið á hópnum heilt yfir er mjög gott, en við erum samt að glíma við smá meiðsli hjá nokkrum leikmönnum,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handknattleik, sem loksins fær...
Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram og leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik, er á góðum batavegi eftir að hafa fengið þungt högg á vinstra auga í kappleik á laugardaginn og blindast um skeið eins og handbolti.is greindi fyrstur frá á mánudagsmorgun....
„Eftirvænting fyrir að komast inn á völlinn er mikil hjá okkur eftir langa bið. Menn hafa svo sem verið að bíða síðan við lékum síðasta í deildinni gegn Fram 3. október,“ segir Kristinn Björgúlfsson, þjálfari karlaliðs ÍR, sem hefur...
Mál fjögurra handknattleiksmanna var tekið fyrir á síðasta fundi aganefndar Handknattleikssambands Íslands í kjölfar þess að allir fengu þeir útilokun í leikjum með liðum sínum á síðustu dögum. Allir sluppu þeir við leikbann. Einnig var tekið fyrir mál vegna...
Íslandsmótið í handknattleik er nú komið á fulla ferð aftur eftir margra mánaða hlé. Fimm leikir verða á dagskrá í kvöld í þremur deildum karla og kvenna. Afturelding, KA og ÍR leika m.a. í fyrsta sinn í Olísdeild...
Með miklum endaspretti tókst FH-ingum að tryggja sér bæði stigin í heimsókn sinni til Stjörnunnar í TM-höllina í kvöld í leik liðanna í Olísdeildinni handknattleik. Á síðustu fimm mínútum leiksins skoruðu FH-ingar sex mörk gegn aðeins einu frá Stjörnumönnum...
Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, markvörður, gekk til liðs við Stjörnuna frá Haukum undir lok nýliðins árs og mun spila með liðinu út tímabilið í það minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu handknattleiksdeildar Stjörnunnar.Tinna er 27 ára markmaður og...
Guðmundur Pedersen hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH í handknattleik en það leikur í Olísdeildinni. Guðmundur tekur við starfinu af Jakobi Lárussyni sem sagði starfi sínu lausu í gær. Guðmundur mun stýra liðinu út leiktíðina.Guðmundur er öllum hnútum kunnugur...
Stjarnan tekur á móti FH í Olísdeild karla í handknattleik karla í TM-höllinni í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18. Um er að ræða fyrsta leik Stjörnuliðsins eftir að keppni hófst á nýjan leik í Olísdeild karla um...
Öxlin á Valþóri Atla Guðrúnarsyni, handknattleiksmanni Þórs, er enn mjög bólgin eftir að hann fór úr axlarlið í viðureign Vals og Þórs í Origohöllinni á Hlíðarenda á mánudagskvöldið. Valþór Atli segir í samtali við akureyri.net í morgun að framhaldið...
Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir tryggði KA/Þór annað stigið í heimsókn liðsins til Vals í Origohöllina á Hlíðarenda í kvöld þar sem liðið mættust í Olísdeild kvenna, 23:23. Staðan var jöfn, 11:11, eftir fyrri hálfleik.Valur er í efsta sæti deildarinnar eftir...
Jakob Lárusson þjálfari kvennaliðs FH í Olísdeildinni hefur sagt upp starfi sínu frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu handknattleiksdeildar FH í kvöld. Jakob hóf störf hjá FH sumrið 2019 og kom FH...
Sjö leikir eru á dagskrá á Íslandsmótinu í handknattleik í þremur deildum innanlands í kvöld. Einn af þeim er í Olísdeild kvenna, viðureign Vals og KA/Þórs sem fram átti að fara á laugardaginn en var frestað vegna ófærðar og...
Valþór Atli Guðrúnarson, leikstjórnandi Þórs Akureyri, leikur ekki með liðinu á næstunni eftir að hafa farið úr axlarlið þegar um 20 mínútur voru eftir af viðureign Vals og Þórs í Olísdeild karla í Origohöllinni á Hlíðarenda í gærkvöld. Frá...