Ekkert verður af fyrirhuguðum vináttulandsleik Dana og Norðmanna í handknattleik karla í kvöld sem fram átti að fara í Royal Stage Hillerød. Forsvarsmenn norska landsliðsins telja ekki skynsamlegt í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar að halda til Danmerkur að sinni. Rétt...
Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs í handknattleik kvenna og þjálfari ársins á Íslandi 2021 er einn þeirra þjálfara sem koma til álita í kjöri á þjálfara ársins í Noregi. Úrslitin verða á Idrætsgalla sem haldið verður Oslo...
Engan bilbug er að finna á forseta serbneska handknattleikssambandsins, Milena Delic, þótt sex leikmenn landsliðsins auk landsliðsþjálfarans, markvarðarþjálfarans og sjúkraþjálfara séu í einangrun vegna covid smita. „Svo lengi sem við verðum með að minnsta kosti sextán leikmenn ósmitaða þá...
Covid hefur gert vart við sig í herbúðum portúgalska landsliðsins í handknattleik karla, fyrsta andstæðingi íslenska landsliðsins á Evrópumeistaramótinu föstudaginn 14. janúar. Portúgalska landsliðið hefur af þessu sökum dregið sig út úr þátttöku á fjögurra liða móti í Sviss...
Ágúst Birgisson og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir voru valin handknattleiksfólk ársins 2021 hjá FH undir lok nýliðins árs. Karen Hrund Logadóttir hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH og mun spila með liðinu út keppnistímabilið. Karen Hrund, sem kemur að láni...
Fjórtán dagar verða að líða frá því að leikmaður greinist smitaður af covid þangað til að hann fær að taka þátt í leikjum Evrópumótsins í handknattleik karla sem hefst 13. janúar í Ungverjalandi og Slóvakíu.Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest...
Króatíska landsliðið í handknatteik karla varð fyrir miklu áfalli í dag í undirbúningi sínum fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst eftir níu daga. Tveir af helstu kempum liðsins, Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með covid19.Ljóst er að fjarvera...
Þórey Rósa Stefánsdóttir og Stefán Darri Þórsson voru útnefnd handknattleiksfólk ársins 2021 hjá Fram áður en kom að kjöri íþróttamanns félagsins fyrir nýliðið ár. Þau hrepptu þó ekki hnossið að þessu sinni heldur kom það í hlut Ólafs Íshólms...
Smit kórórnuveiru komst upp innan raða heimsmeistara Dana í handknattleik karla tíu dögum áður en flautað verður til fyrsta leiks þeirra á Evrópumeistaramótinu í handknattleik. Jannick Green, einn þriggja markvarða liðsins greindist í dag smitaður af veirunni. Fór hann...
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, segir í yfirlýsingu í dag að ekki hafi borist vísbendingar um að úrslitum hafi verið hagrætt í leikjum sem hafi farið fram undir hatti sambandsins.Tilkynningin er send út af gefnu tilefni vegna fréttar sænska vefmiðilsins...
Steinunn Hansdóttir lék með Skanderborg Håndbold í gær en tókst ekki að skora þegar liðið steinlá á útivelli á móti Nyköbing Falster, 38:25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gærkvöld. Skanderborg Håndbold er í níunda sæti af 14...
Sterkur grunur leikur á um að úrslitum hafi verið hagrætt í tengslum við veðmál í leik í Meistaradeild Evrópu í handknattelik karla á fyrri hluta keppnistímabilsins í haust eða í vetur. Frá þessu er greint á sænsku handknattleikssíðunni Handbollskanalen....
Ráðist var á franska landsliðsmanninn og leikmann PSG, Elohim Prandi, í París á nýarsnótt. Hann var stunginn með hnífi nokkrum sinnum, eftir því sem félagslið hans greinir frá í tilkynningu í dag.Prandi var færður á sjúkahús þar sem hann...
Ekkert verður af fyrirhuguðum leik hjá Elínu Jónu Þorsteinsdóttur landsliðsmarkverði í handknattleik og samherjum hennar í Ringkøbing Håndbold við Randers í dönsku úrvalsdeildinni á morgun. Nokkrir leikmenn Randers hafa greinst smitaðir af covid síðustu daga og þess vegna verður...
Afríkukeppni karla í handknattleik karla sem fram átti að fara í Marokkó í janúar hefur verið frestað fram i júní. Ástæða frestunarinnar er ekki kórónuveiran og útbreiðsla hennar heldur virðist hafa verið maðkur í mysunni þegar dregið var í...