- Auglýsing -
- Auglýsing -

Útlönd

- Auglýsing -

Molakaffi: Gómez, Karalek, Dujsjebaev, fyrsta sinn, tvö ár í röð

Aleix Gómez, hægri hornamaður Barcelona, var markahæsti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu sem fram fór í gær og í fyrradag í Lanxess-Arena í Köln. Gómez skoraði 21 mark í leikjunum tveimur. Hann hefur tekið þátt í úrslitaleikjum þriggja síðustu ára...

Eitt vítakast skildi að í stórkostlegum úrslitaleik

Barcelona er Evrópumeistari í handknattleik karla annað árið í röð eftir að hafa unnið pólska meistaraliðið Łomża Vive Kielce, 37:35, eftir framlengingu og vítakeppni í Lanxess-Arena í Köln í stórkostlegum úrslitaleik. Þetta er í 11. sinn sem Barcelona vinnur...

Landin skreið úr felum og gerði gæfumuninn

Niklas Landin var hetja THW Kiel þegar liðið tryggði sér bronsverðlaunin í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í dag. Danski landsliðsmarkvörðurinn varði tvö vítaköst í vítakeppni sem varð að grípa til að ná fram hreinum úrslitum í viðureign THW Kiel...
- Auglýsing -

Molakaffi: Gómez, Gísli, Ómar, Cindric, Karacic, Haukur, Gubica, Milosevic, Gasmi-bræður

Spænski hornamaðurinn Aleix Gómez og leikmaður Barcelona var í gær fyrsti handknattleiksmaðurinn til þess að skora fleiri en 10 mörk í undanúrslitaleik í Meistaradeildinni síðan núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 2010, þ.e. með undanúrslitaleikjum og úrslitaleikjum á einni...

Leika til úrslita þriðja árið í röð

Evrópumeistarar Barcelona leika við Łomża Vive Kielce í úrslitum Meistaradeildar karla á morgun eftir að hafa unnið THW Kiel, 34:30, í undanúrslitum í Lanxess-Arena í Köln í dag. Barcelona var marki yfir í hálfleik, 19:18. Liðið fór hinsvegar á...

Haukur leikur til úrslita á morgun

Haukur Þrastarson leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á morgun með samherjum sínum í pólska meistaraliðinu Łomża Vive Kielce eftir sigur á ungverska liðinu Veszprém, 37:35, í undanúrslitum í Lanxess-Arena í Köln í dag. Síðar í dag...
- Auglýsing -

Verða áfram úti í kuldanum

Félagslið frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi taka ekki þátt í Evrópumótum félagsliða á næsta keppnistímabili. Þeim verður synjað um þátttöku meðan að ekki hefur orðið breyting á ástandinu sem ríkir í Úkraínu eftir innrás Rússa í landið 24. febrúar. Þetta...

Molakaffi: Guigou, áfram leikið í Lanxess-Arena, Pintea, Máth

Franski landsliðsmaðurinn Michaël Guigou hefur ákveðið að láta gott heita sem atvinnumaður í handknattleik. Guigou er fertugur og hefur árum saman átt sæti í franska landsliðinu og með því unnið allt sem landslið getur unnið og það oftar en...

Landin og Gomez valdir í þriðja sinn

Danski markvörðurinn Niklas Landin, leikmaður Kiel, og hægri hornamaður Barcelona, Aleix Gomez, eru í þriðja sinn í úrvalsliði Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla en liðið var kynnt í morgun. Kosning hefur staðið yfir á netinu undanfarna daga og vikur....
- Auglýsing -

Molakaffi: Sveinbjörn, Ómar Ingi, Steins, Sagosen, Meistaradeildin á ehftv

Sveinbjörn Pétursson, markvörður EHV Aue, er einn sjö leikmanna sem koma til greina í kjöri á leikmanni júnímánaðar í þýsku 2. deildinni í handknattleik karla. Sveinbjörn stóð fyrir sínu á lokaspretti deildarkeppninnar en það dugði ekki til og liðið...

Molakaffi: Aginagalde, Sigríður Björg, Syprzak, Slišković, Keita

Línumaðurinn sterki, Julen Aginagalde, er síður en svo af baki dottinnn. Hann skrifaði í gær undir undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Bidasoa Irun. Aginagalde er 39 ára gamall og kom til Bidasoa fyrir tveimur árum eftir...

Molakaffi: Vranejs og fimm leikmenn, Eggert, Beutler, Nína Rut

Forráðamenn franska 1. deildarliðsins Nimes hafa blásið til sóknar fyrir komandi tímabil. Svíinn Ljubomir Vranjes var í gær ráðinn þjálfari liðsins til næstu fjögurra ára. Einnig var greint frá samningum við fimm nýja leikmenn, Jesper Konradsson, Boiba Sissko, Hugo...
- Auglýsing -

Handboltinn víxlar á leikstöðum við körfuboltann á ÓL 2024

Handknattleikskeppni Ólympíuleikanna sem fram á að fara í París eftir tvö ár verður í París en ekki í Lille eins og til stóð. Þess í stað verður körfuknattleikskeppni leikanna flutt til Lille. Ástæða þessara breytingar er að sögn franska íþróttablaðsins...

Molakaffi: Rivera, Boquist, Sporting, Polman, Herning kastað fyrir róða

Spænski vinstri hornamaðurinn Valero Rivera hefur skrifað undir nýjan samning við franska 1.deildarliðið Nantes. Samningurinn gildir fram á mitt árið 2024. Viktor Gísli Hallgrímsson markvörður verður liðsfélagi Rivera á næsta keppnistímabili.Martin Boquist sem var um árabil aðstoðarþjálfari sænska karlalandsliðsins er...

Molakaffi: Wiegert, Jensen, Rasmussen, HC Motor Zaporozhye, Düsseldorf

Bennet Wiegert þjálfari Magdeburg var í gær valinn þjálfari ársins í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hinn fertugi Wiegert stýrði liðinu til sín fyrsta meistaratitils í 21 ár. Hann var nýgræðingur í liði Magdeburg síðast þegar það var meistari....
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -