- Auglýsing -
„Við sýndum mikinn styrk með því að koma til baka eftir að hafa lent undir 15:10 í hálfleik og komast í átta liða úrslit. Við sýndum styrk að koma til baka í erfiðri höll,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson hinn reyndi markvörður Vals í samtali við samfélagsmiðla Vals eftir sigur í síðari leiknum ytra í kvöld, 30:28.
„Mikil vinna skilaði sigri og sæti í átta liða úrslitum. Draumurinn lifir í Evrópukeppninni,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson markvörður í snöggsoðnu viðtali við Val á Instagram reel.
Valur vann Metaolplastika Sabac, 30:28 í kvöld, og samanlagt 57:54, í tveimur leikjum keppninnar sem fram fór í N1-höll Vals annars vegar og hins vegar í Zorka í Sabac í Serbíu í kvöld.
- Auglýsing -