- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Einar Bragi leikur sinn fyrsta landsleik – hópur kvöldsins er klár

Einar Bragi Aðalsteinsson leikur sinn fyrsta A-landsleik í dag. Mynd/IHF/Jozo Cabraja
- Auglýsing -

FH-ingurinn Einar Bragi Aðalsteinsson leikur í kvöld sinn fyrsta A-landsleik þegar íslenska karlalandsliðið mætir liði Eistlendinga í umspili fyrir HM 2025 í Laugardalshöll klukkan 19.30. Einar Bragi, sem var í bronsliði Íslands á HM 21 árs landsliða á síðasta sumri, var á mánudaginn kallaður inn til æfinga með landsliðinu vegna meiðsla fjögurra leikmanna af þeim 18 sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari valdi til að taka þátt í leikjunum við Eistlendinga. Síðari viðureignin fer fram í Tallinn á laugardaginn.

Nokkrir tugir miða er enn til sölu á leikinn í kvöld Ísland – Eistland, miðasala.

Elvar Ásgeirsson, sem einnig var kallaður inn á mánudaginn, er ennfremur í hópnum. Elvar er þrautreyndur landsliðsmaður en hefur ekki verið með undanfarið ár.

Aron Pálmarsson, Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Þorsteinn Leó Gunnarsson geta ekki tekið þátt í leiknum í kvöld vegna meiðsla.

Leikmennirnir 16 sem leika fyrir Íslands hönd gegn Eistlendingum í kvöld eru þessir:

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe-Esbjerg (50/2).
Björgvin Páll Gústavsson, Val (269/22).
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (96/100).
Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (114/393).
Einar Bragi Aðalsteinsson, FH (0/0).
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (10/3).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (48/101).
Elvar Ásgeirsson, Ribe-Esbjerg (19/21).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (59/129).
Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (82/132).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (12/16).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (38/113).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (84/286).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (74/212).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig (55/155).
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (88/36).

Sjá einnig:

Myndir úr gullkistu Þóris: Snorri og Arnór, Alfreð, Guðmundur og Wilbek í KA-heimilinu

HM-sæti í boði í Höllinni – fjölskylduhátíð með stákunum okkar

Tveir leika með íslenskum félagsliðum

Í heimi þjálfarans eru engir leikir auðveldir

Elvar kallaður inn í landsliðið – fjórir eru frá vegna meiðsla

Boozt einn af aðalbakhjörlum HSÍ ætlar að blása til upphitunar í andyri Laugardalshallar frá kl. 18 í dag. Andlitsmálun, lukkuhjól, hraðamælingar, popp fyrir alla og margt fleira í boði. Leikurinn hefst kl. 19.30 og því tilvalið að mæta snemma og hita upp fyrir leikinn saman í boði Boozt, segir í tilkynningu HSÍ.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -