- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kristrún heldur sínu striki með Fram – tveggja ára samningur

Kristrún Steinþórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Kristrún Steinþórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram en félagið sagði frá þessu fyrir stundu. Þar með er ljóst að ekkert verður úr áformum hennar að ganga til liðs við Selfoss eins og boðað var í vor.

Kristrún er öllum hnútum kunnug hjá Fram eftir að hafa leikið með liðinu frá 2019 við góðan orðstír og orðið Íslands, – deildar og bikarmeistari á síðustu árum.

„Kristrún er öflug skytta, sterkur varnarmaður, reyndur og öflugur leikmaður og mikill fengur fyrir félagið að hún skuli hafa ákveðið að framlengja samning sinn. Við fögnum því að hún taki slaginn með okkur og ljóst að Fram liðið mun vera sterkt í vetur,“ segir í tilkynningu Fram sem tilkynnti komu Lenu Margrétar Valdimarsdóttur í gær.

„Ég þekki Fram vel og kann vel við mig hjá félaginu. Þegar að úrslitin í deildinni lágu fyrir kom ekkert annað til greina en að vera hér áfram. Liðið er sterkt og ég sé fyrir mér að við munum geta átt mjög gott tímabil,“ segir Kristrún í tilkynningunni.

„Kristrún er ógnar sterkur varnarmaður, góður liðsfélagi og mikilvægur hlekkur í liðinu okkar. Að halda henni er mjög mikilvægt og það gleður mikið að hafa hana áfram hjá okkur,“ segir Einar Jónsson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram í sömu tilkynningu og ljóst að Framarar munu ekkert gefa eftir á komandi leiktíð í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -