- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Mem úr leik, Gidsel, Dujshebaev

Dika Mem í leik með Barcelona. Hann verður frá keppni um tíma vegna meiðsla. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Franski landsliðsmaðurinn Dika Mem leikur ekki með Barcelona næstu vikurnar. Hann varð fyrir axlarmeiðslum undir lok viðureignar Barcelona og Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöldið. Mem er einn besti handknattleiksmaður heims og átti hvað stærstan þátt í sigri Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor gegn Aalborg Håndbold
  • Mathias Gidsel er markahæstur í þýsku 1. deildinni í handknattleik með 29 mörk þegar þrjár umferðir eru að baki. Gidsel, sem leikur með Füchse Berlin, varð næst markahæstur á síðasta keppnistímabili. Athygli vekur að Gidsel tekur ekki vítaköst fyrir liðið. 
  • Ómar Ingi Magnússon leikmaður meistara SC Magdeburg er markahæstur íslensku leikmannanna í deildinni með 17 mörk. 
  • Spænski landsliðsmaðurinn Alex Dujshebaev meiddist á ökkla í fyrsta leik Industria Kielce í fyrsta leik liðsins í Meistaradeild Evrópu fyrir hálfum mánuði. Nú þykir ljóst að hann leikur ekki með liðinu fyrr en í nóvember í fyrsta lagi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -