- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ólafur, Costa, Smits, Kopljar, Bretèche, Minne

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Ólafur Örn Haraldsson verður eftirlitsmaður á leik GOG og BM Granollers í síðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Svendborg á Fjóni
  • Portúgalsmeistarar Sporting, sem Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður leikur með, hefur orðið fyrir áfalli. Ungstirnið og landsliðsmaðurinn Francisco Costa meiddist í leik við Porto á laugardaginn og verður frá keppni í ótiltekinn tíma. Sporting er í hörkukeppni við Porto um meistaratitilinn auk þess að berjast við að ná öðru sæti A-riðils Mestaradeildarinnar og komast beint í átta liða úrslit keppninnar. Sporting sækir Wisla Plock heim til Póllands í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á fimmtudagskvöld. 
  • Hollenski handknattleiksmaðurinn Kay Smits leikur ekki með Flensburg um ótiltekinn tíma vegna veikinda. Smits gekkst undir á reglubundið eftirlit vegna hjartasjúkdóms. Skoðunin leiddi í ljós að Smits verður að taka því rólega á næstunni. Hann var lengi frá keppni leiktímabili 2023/2024 vegna hjartsláttartruflana sem illa gekk að ná tökum á. Síðan hefur Smits, sem 27 ára gamall, verið undir reglubundnu eftirliti. 
  • Króatinn Marko Kopljar hefur samið við Flensburg út leiktíðina. Honum er ætlað að létta undir í fjarveru Smits. Kopljar, sem er 39 ára gamall, hefur ekkert leikið handknattleik síðan samningur hans við Füchse Berlin rann sitt skeið síðasta sumar.
  • Báðir leikstjórnendur franska liðsins Nantes, Lucas de la Bretèche og Aymeric Minne, meiddust báðir á hnjám í leik gegn Chartres á laugardaginn. Bretèche er úr leik það sem eftir er leiktíðar en Minne verður frá keppni í tvo mánuði. Nantes er efst í frönsku deildinni og eldlínu Meistaradeildarinnar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -