- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reiknar ekki með Ómari Inga í fyrstu leikjum

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fagna sigri í Meistaradeildinni í júní á síðasta ári. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Ósennilegt er að Ómar Ingi Magnússon verði með Evrópumeisturum SC Magdeburg í allra fyrstu leikjum liðsins á tímabilinu. Svo segir Bennet Wiegert þjálfari liðsins í samtali við Magdeburger Volksstimme í dag. Hann segir Ómar Inga eiga eitthvað í land.

Ómar Ingi varð að fara í aðgerð á hæl í byrjun febrúar, strax að loknu heimsmeistaramótinu og lék ekkert eftir það. Hann hafði áður ekki getað beitt sér að fullu á mótinu.


Wiegert reifar stöðuna á leikmannahópnum í samtalinu við staðarblaðið við Magdeburger Volksstimme en nokkrar breytingar hefur orðið á frá síðasta keppnistímabili.

Fimm leikmenn hurfu á vita nýrra ævintýra og fjórir leikmenn bættust við. M.a. gekk Janus Daði Smárason til liðs við Magdeburg í síðustu viku, rétt áður en liðið kom saman til fyrstu æfingar.

Janusi Daða er ætlað að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Þorgeir Kristjánsson sem verður frá keppni árið á enda, hið minnsta, vegna axlarmeiðsla og aðgerðar.

Raunsætt mat

„Það er óvíst hvort Ómar Ingi verður klár þegar tímabilið hefst. Raunsætt mat mitt er að hann verði ekki alveg tilbúinn,” segir Wiegert.

Framundan eru nokkrir æfingaleikir á næstu vikum. Sá fyrsti á þriðjudaginn gegn Bergischer HC. Upphafsleikur Magdeburg í þýsku 1. deildinni verður 25. ágúst gegn Wetzlar, nokkrum dögum fyrr en oft áður.

Eftir leikinn við Wetzlar taka við leikir gegn Flensburg og Füchse Berlin. Upphafsleikur Magdeburg í Meistaradeildinni verður á heimavelli fimmtudaginn 14. september gegn ungversku meisturunum Telekom Veszprém með Bjarka Má Elísson innanborðs.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -