Þriðja keppnistímabilið í röð kemur Olísdeildar karla í handknattleik úr röðum leikmanna KA. Að þessu sinni varð Einar Rafn Eiðsson markahæstur með 162 mörk í 22 leikjum, eða 7,36 mörk að jafnaði í leik.
Á síðasta ári varð Óðinn Þór Ríkharðsson markahæsti leikmaður Olísdeildar og þar áður, keppnistímabilið 2020/2021 skoraði Árni Bragi Eyjólfsson manna mest í Olísdeildinni. Hann lék þá undir merkjum KA.
Einar Rafn varð einnig markakóngur Olísdeildar karla 2016.
Einar Rafn skoraði 29 mörkum fleiri en nafni hans Einar Sverrisson leikmaður Selfoss. Árni Bragi varð þriðji með 131 mark en hann leikur nú með Aftureldingu. Viktor Sigurðsson varð fjórði með 127 mörk og Rúnar Kárason, ÍBV, er í fimmta sæti með 120 mörk. Rúnar lék einnig 15 leiki af 21 og var þar með með átta mörk að jafnaði í hverjum leik.
Einar Rafn varð einnig sá leikmaður deildarinnar sem skoraði flest mörk í einum leik í vetur. Hann skoraði 17 mörk gegn Gróttu í 33:33 jafntefli í KA-heimilinu 4. desember og jafnaði um leið markametið hjá KA.
Viktor og Rúnar skoruðu ekki mark úr vítakasti. Sömu sögu er að segja af Andra Má Rúnarssyni úr Haukum sem varð sjötti markahæsti leikmaður Olísdeildar.
Hér fyrir neðan eru þeir leikmenn Olísdeildar karla sem skoruðu 60 mörk eða fleiri í leikjum deildarinnar sem lauk í gær.
Nafn: | Félag: | mörk: |
Einar Rafn Eiðsson | KA | 162 |
Einar Sverrisson | Selfossi | 133 |
Árni Bragi Eyjólfsson | Aftureldingu | 131 |
Viktor Sigurðsson | ÍR | 127 |
Rúnar Kárason | ÍBV | 120 |
Andri Már Rúnarsson | Haukum | 118 |
Dagur Sverrir Kristjánsson | ÍR | 115 |
Birgir Steinn Jónsson | Gróttu | 113 |
Ásbjörn Friðriksson | FH | 112 |
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson | Fram | 111 |
Guðmundur Bragi Ástþórsson | Haukum | 110 |
Arnar Freyr Guðmundsson | ÍR | 109 |
Benedikt Gunnar Óskarsson | Val | 107 |
Dagur Gautason | KA | 106 |
Einar Bragi Aðalsteinsson | FH | 106 |
Blær Hinriksson | Aftureldingu | 104 |
Þorsteinn Leó Gunnarsson | Aftureldingu | 104 |
Ísak Gústafsson | Selfossi | 103 |
Kári Kristján Kristjánsson | ÍBV | 95 |
Elmar Erlingsson | ÍBV | 92 |
Gauti Gunnarsson | KA | 91 |
Birgir Már Birgisson | FH | 90 |
Arnór Snær Óskarsson | Val | 84 |
Starri Friðriksson | Stjörnunni | 82 |
Hergeir Grímsson | Stjörnunni | 81 |
Suguru Hikawa | Herði | 81 |
Jón Ómar Gíslason | Herði | 80 |
Luka Vukicevic | Fram | 80 |
Birkir Benediktsson | Aftureldingu | 78 |
Jakob Martin Ásgeirsson | FH | 78 |
Jakob Ingi Stefánsson | Gróttu | 76 |
Guðmundur Hólmar Helgason | Selfossi | 74 |
Arnór Viðarsson | ÍBV | 73 |
Björgvin Þór Hólmgeirsson | Stjörnunni | 73 |
Einar Ingi Hrafnsson | Aftureldingu | 73 |
Þórður Tandri Ágústsson | Stjörnunni | 72 |
Jóhannes Berg Andrason | FH | 71 |
Sveinn Brynjar Agnarsson | ÍR | 71 |
Theis Kock Søndergaard | Gróttu | 71 |
Reynir Þór Stefánsson | Fram | 70 |
Ívar Logi Styrmisson | Fram | 69 |
Endijs Kusners | Herði | 66 |
Ihor Kopyshynskyi | Aftureldingu | 64 |
Þorgils Jón Svölu Baldusson | Val | 64 |
Heimir Óli Heimisson | Haukum | 63 |
Marko Coric | Fram | 63 |
Magnús Óli Magnússon | Val | 62 |
Stiven Tobar Valencia | Val | 62 |
Guðjón Baldur Ómarsson | Selfossi | 61 |
Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2020/2021.
Markahæstu leikmenn Olísdeildar karla 2021/2022.
Lokastaðan í Olísdeild karla 2022/2023 og leikjadagskrá 8-liða úrslita.
Margskonar tölfræði úr Olísdeildum karla og kvenna er að finna í handboltamælaborði Expectus sem m.a. er að finna hér.