- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: June, 2021

Barcelona er besta lið heims – 60 leikir án taps á tímabilinu

Lið Barcelona sýndi allar sínar bestu hliðar þegar það vann dönsku meistarana Aalborg Håndbold, 36:23, í úrslitaleik Meistaradeildar karla í handknattleik í Lanxess-Arena í Köln. Leikmenn Barcelona léku bókstaflega við hvern sinn fingur svo varla hefur sést annað eins....

Bikarmeistararnir áfram á sigurbraut

Bikarmeistarar Lemgo með Bjarka Má Elísson innanborðs halda áfram að mjaka sér ofar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í dag unnu þeir botnlið deildarinnar, Coburg, 27:23 á útivelli. Lemgo er nú komið upp í níunda sæti með 37...

Bronsið fer til Frakklands

PSG hafði betur í uppgjöri frönsku liðanna um bronsverðlaunin í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla í Lanxess-Arena í Köln í dag, lokatölur 31:28. Leikmenn Nantes voru skrefi á eftir lengsta af leiksins og voru m.a. fjórum mörkum undir, 17:13,...

Gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik

Ómar Ingi Magnússon og samherjar unnu liðsmenn Göppingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í afar sérstökum leik, 29:21, á heimavelli Göppingen. Leikmenn Göppingen voru með með hugann við eitthvað allt annað en leikinn í fyrri hálfleik. Þeir skoruðu...

Íslendingar settu strik í reikning hjá Íslendingum

Arnar Birkir Hálfdánsson, Sveinbjörn Pétursson og samherjar í EHV Aue settu stórt strik í reikninginn hjá lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach í gær er þeir fyrrnefndu unnu viðureign liðanna í þýsku 2. deildinni í handknattleik, 29:26.Gummersbach er...

Aron kemur inn í lið Barcelona fyrir úrslitaleikinn

Aron Pálmarsson kemur inn í lið Barcelona í dag fyrir úrslitaleikinn við Aalborg Håndbold í Meistaradeild Evrópu í Köln í dag. Hann tók ekki þátt í undanúslitaleik Barcelona og Nantes í gær af óþekktum ástæðum. Aron kemur inn í...

Handball Special: Gleðigjafinn sjálfur er engum líkur!

Þriðji þátturinnn að hlaðvarpinu Handball Special í umsjón Tryggva Rafnssonar er kominn í loftið. Viðmælandin að þessu sinni er gleðigjafinn sjálfur, skjótari en skugginn, Sigurður Eggertsson.„Sigurður er með eindæmum skemmtilegur viðmælandi og hefur frá ansi mörgum skemmtilegum sögum að...

Stendur áfram vaktina hjá Fjölni

Markvörðurinn Axel Hreinn Hilmisson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fjölni. Axel er tvítugur markmaður sem hefur leikið upp alla yngri flokka félagsins og var meðal annars lykilmaður í 3. flokki sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir...

Haukar Íslandsmeistarar í 3. flokki karla eftir bráðabana

Haukar eru Íslandsmeistarar í 3. flokki karla. Þeir unnu Val í ótrúlegum úrslitaleik á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld, 36:35. Úrslit fengust loks í bráðabana í vítakeppni en þá þegar var búið að framlengja leikinn einu sinni auk þess...

Katalóníurisinn mætir þeim dönsku í úrslitum

Barcelona leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla á morgun gegn Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold. Barcelona vann öruggan sigur á franska liðinu Nantes í undanúrslitum í dag, 31:26, en að vanda var leikið í Lanxess-Arena í Köln þar...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Darj verður að afskrifa HM – meiddist gegn Íslandi

Sænski línu- og varnarmaðurinn Max Darj verður ekki með landsliði sínu á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku. Sænska...
- Auglýsing -