Monthly Archives: June, 2021
Efst á baugi
Viktor Gísli er efnilegasti markvörður heims
Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins GOG, var kjörinn efnilegasti markvörður heims í kjöri sem vefmiðillinn handball-planet stóð fyrir meðal lesenda sinna. Miðað var við að leikmenn væri fæddir 1999 eða síðar.Tilnefndir voru fjórir leikmenn í hverri...
Efst á baugi
Molakaffi: Harpa Elín, Leifur, Ólöf, Vera og Brynja
Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Hörpu Elínu Haraldsdóttur um að leika með meistaraflokki Fjölnis/Fylkis næstu árin. Harpa kemur til Fjölnis/Fylkis frá Fram en hún er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað flestar stöður á vellinum en þó aðallega sem skytta...
Efst á baugi
Víkingur safnar liði fyrir átökin
Víkingar eru byrjaðir að safna liði fyrir næsta keppnistímabil í Grill66-deild karla í handknattleik. Í dag samdi handknattleiksdeild Víkings við hinn 23 ára gamla Gísla Jörgen Gíslason. Hann kemur til Víkings frá FH en frá áramótum lék Gísli Jörgen...
Fréttir
Kría er „fórnarlamb“ eigin velgengni, ekki Gróttu
„Forsvarsmenn Kríu geta ekki gert þá ósanngjörnu kröfu að Grótta dragi úr eða takmarki þjónustu sína við yngri iðkendur og þá sem keppa undir nafni félagsins til þess eins að þeir fái að keppa í efstu deild,“ segir m.a....
Efst á baugi
Hægt að fá uppeldisbætur vegna áhugamanna
Gerðar hafa verið breytingar á reglum um uppeldisgjald sem félög geta innheimt þegar leikmenn komast á atvinnumannasamning erlendis.Breytingin felur í sér að nú verður hægt að rukka um uppeldisbætur fyrir leikmenn sem hafa verið á áhugamannasamningi hjá félagi...
Fréttir
Katrín Helga verður áfram á Nesinu
Katrín Helga Sigurbergsdóttir hefur gert nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Katrín Helga er 19 ára gömul og leikur aðallega sem vinstri skytta. Hún var næstmarkahæsti leikmaður Gróttuliðsins á nýliðnu keppnistímabil með 86 mörk í 16 leikjum auk...
Fréttir
Hólmfríður Arna bætist í hópinn
Hólmfríður Arna Steinsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Hólmfríður, sem er aðeins 17 ára, er leikstjórnandi og spilaði með Selfoss tímabilið 2019-20. Hólmfríður er uppalin í Eyjum og lék með ÍBV á síðasta tímabili. Þá hefur...
Efst á baugi
Rúnar varð í öðru sæti
Rúnar Sigtryggsson hafnaði í öðru sæti í kjöri á þjálfara ársins í þýsku 2. deildinni í handknattleik en kjörgengir voru þjálfarar deildarinnar og forsvarsmenn félaganna sem eiga lið í deildinni. Torsten Jansen þjálfari HSV Hamburg varð efstur í kjörinu...
Fréttir
Fjölnir tekur upp samstarf við IH Styrk
Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við IH Styrk ehf um styrktarþjálfun hjá deildinni, segir í fréttatilkynningu frá handknattleiksdeild Fjölnis af þessu tilefni. Að IH Styrk standa Hinrik Valur Þorvaldsson og Ingi Rafn Róbertsson.„Við munum bjóða upp á sérhæfða styrktarþjálfun frá...
Fréttir
Þrír Íslendingar á meðal fimm efstu
Þjóðverjinn Marcel Schiller, leikmaður Göppingen, og Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður og liðsmaður SC Magdeburg, berjast um markakóngstitilinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik í lokaumferðinni sem fram fer á sunnudaginn. Schiller skoraði 14 mörk í gær þegar Göppingen vann...
Nýjustu fréttir
Alfreð og lærisveinar kreista út sigur – úrslit vináttuleikja dagsins
Þýska landsliðið í handknattleik átti í mesta basli með landslið Brasilíu í síðari vináttuleiknum í Hamborg í kvöld að...