29. þáttur af hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar kom út í dag þegar Jói Lange, Gestur Guðrúnarson og Arnar Gunnarsson settust í Klaka stúdíóið sitt.
Í þættinum að þessu sinni fóru þeir félagar yfir leik Íslands og Ungverja. Þeir voru gríðarlega ánægðir...
Þegar ljóst varð að íslenska landsliðið í handknattleik tæki sæti í milliriðlakeppni Evrópumótsins óskað Handknattleikssamband Íslands eftir 250 miðum á hvern hinna fjögurra leikja sem framundan eru.
Að sögn Kjartans Vídó Ólafssonar, markaðsstjóri HSÍ, hefur talsvert borist af fyrirspurnum...
„Mér var bara alveg sama og leið bara mjög vel í þessum skemmtilega hóp. Þetta var bara gaman og mér leið bara vel. Eftir leikinn vildu margir Ungverjar fá mynd af sér með mér um leið og þeir óskuðu...
Íslendingar fóru á kostum í áhorfendastúkunni í MVM Dome í Búdapest í gærkvöld þegar íslenska landsliðið vann það ungverska á keppnisvellinum. Enn á ný sannaði nærri 500 manna Íslendingahópur að hann má við margnum í þeirri háspennu sem ríkti...
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í landsliði Barein unnu stórsigur í fyrstu umferð riðlakeppni Asíumótsins í handknattleik karla í Sádi Arabíu í gær. Barein vann landslið Víetnam, 46:14, eftir að hafa verið yfir, 28:5, að loknum fyrri hálfleik. Barein...
Ofangreind mynd af Íslendingi með fána inn í hafi Ungverja og fána þeirra og trefla í MVM Dome í Búdapest hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum eftir sigur Íslands á Ungverjum á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í gærkvöld....
Handknattleikssamband Evrópu hefur gefið út leiktíma á viðureignum í milliriðlakeppni Evrópumótsins. Upphafsleikur Íslands í milliriðlum verður á fimmtudaginn klukkan 19.30 og eins og áður hefur komið fram verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Heimsmeistarar Dana...
„Þetta er hreinlega ólýsanlegt. Þvílíkur karakter hjá liðinu að klára þetta því það komu tímapunktar í leiknum þar sem við hefðum getað brotnað við mótlætið. En við gerðum það ekki,“ sagði Bjarki Már Elísson markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í...
Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu halda áfram að skrifa söguna því að í kvöld komust þeir í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik í fyrsta sinn. Holland vann Portúgal, 32:31, í síðasta leik B-riðils og fylgir þar með...
Íslenska landsliðið er komið í milliriðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik eftir sigur á Ungverjum, 31:30, í MVM Dome í kvöld. Þar með hafnar liðið í efsta sæti B-riðils Evrópumeistaraótsins.
Fjórir leikir eru þar með framundan á næstu rúmu viku. Veislan er...