Sveinn Jóhannsson er ekki byrjaður að leika með nýjum samherjum sínum í danska úrvalsdeildarliðinu Skjern og var þar af leiðandi ekki í eldlínunni í kvöld á sínum gamla heimavelli þegar Skjern vann SönderjyskE, 28:26, í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.
Leikið...
Stjarnan fór með sigur úr býtum í UMSK-mótinu í handknattleik kvenna en liðið lék sinn þriðja og síðasta leik í kvöld og vann hann eins og tvo þá fyrri á mótinu. Stjarnan lauk þar með keppni með fullu húsi...
Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur hjá IFK Skövde í kvöld þegar liðið vann IFK Ystad HK í þriðju og síðustu umferð annars riðils sænsku bikarkeppninnar á heimavelli í kvöld, 33:30. Bjarni Ófeigur skoraði sex mörk og var einu sinni...
Ægir, íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum, hefur hafið skipulagðar æfingar í handknattleik. Fyrsta æfingin var á mánudaginn. Viðtökur voru afar góðar og skein eftirvænting og einbeiting úr hverju andliti.
Æfingarnar verða næstu vikur og mánuði í Týsheimilinu á mánudögum á milli...
Einn leikur fer fram á UMSK-móti kvenna í handknattleik í kvöld þegar Grótta sækir Stjörnuna heim í TM-höllina í Garðabæ. Leikurinn hefst klukkan 18.
Þetta verður fyrsti leikur Gróttuliðsins í mótinu. Stjarnan lýkur hins vegar keppni með þessari viðureign. Stjörnuliðið...
Ásmundur Einarsson fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Gróttu lést síðla í júlí. Hans verður minnst með leik á milli Gróttu og U18 ára landsliðs kvenna í Hertzhöllinni, íþróttahúsi Gróttu 7. september kl. 19.30. Katrín Anna, dóttir Ásmundar, leikur með báðum liðum.
„Allir...
Báðar viðureignir ÍBV og ísraelska liðsins HC Holon í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik verða háðar í Vestmannaeyjum í næsta mánuði. Samkvæmt vef Handknattleikssambands Evrópu verður flautað til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 16 laugardaginn 10. september...
Kvennalið Vals og karlalið Aftureldingar og Fram fara til Albír á Spáni í dag. Þar verða þau í viku í Albír við æfingar og keppni áður Íslandsmótið í handknattleik hefst í Olísdeildum kvenna og karla í fyrri hluta næsta...
ÍBV vann FH í miklum markaleik í annarri umferð Ragnarsmótsins í handknattleik í kvöld, 43:35, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:19. Í síðari leik kvöldsins skildu Haukar og Stjarnan jöfn, 28:28. Ágúst Ingi Óskarsson...
Heimir Óli Heimisson hefur ákveðið að taka slaginn áfram með Haukum á komandi leiktíð í Olísdeildinni. Haukar segja frá þessu í kvöld.
Heimi Óla mun hafa runnið blóði til skyldunnar vegna meiðsla línumanna Haukaliðsins. Gunnar Dan Hlynsson sleit krossband fyrir...