- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: October, 2022

Molakaffi: Jakob, Gottfridsson, Pytlick, Gidsel, Davis

Kyndill, liðið sem Jakob Lárusson þjálfar, er eitt í efsta sæti færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik með níu stig eftir fimm leiki. Kyndill vann VÍF í Vestmanna í gær, 35:25. Turið Arge Samuelsen, fyrrverandi leikmaður Hauka, skoraði 13 mörk fyrir...

Undankeppni EM2024: Úrslit 2. umferðar og staðan í riðlunum

Án miðjumannsins Luc Steins náði hollenska landsliðið í handknattleik karla sér ekki á strik í dag þegar það sótti gríska landsliðið heim til Chalkida í 5. riðli undankeppni Evrópumótsins. Staffan Olsson, nýráðinn þjálfari hollenska landsliðsins var ráðalítill við stjórnvölin...

Fjölnir/Fylkir fékk sín fyrstu stig

Þyrí Erla Sigurðardóttir, markvörður, og Guðrún Erla Bjarnadóttir léku afar vel í dag þegar Fjölnir/Fylkir vann ungmennalið Vals, 27:25, í Grill66-deild kvenna í handknattleik í Origohöllinni. Fjölnir/Fylkir krækti þar með í sín fyrstu stig á keppnistímabilinu. Þyrí Erla varði 15...

Engin vandræði hjá Tékkum í Tel Aviv

Tékkneska landsliðið átti ekki í teljandi erfiðleikum með landslið Ísraelsmenna í viðureign liðanna í 3. riðli undankeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Tel Aviv, lokatölur, 29:19. Liðin eru með íslenska og eistlenska landsliðinu í riðli. Tékkar, sem unnu Eistlendinga á...

Frábært svar við gærdeginum – ekki fleiri grísk lið

„Frammistaðan var mjög góð og var frábært svar við gærdeginum,“ sagði Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, í samtali við handbolta.is í dag eftir að ÍBV vann OFN Ionias frá Aþenu, 27:22, í síðari leik liðanna í annarri umferð Evrópubikarkeppni kvenna...

ÍBV ruddi þriðja gríska liðinu úr vegi

ÍBV tryggði sér í dag sæti í þriðju umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik með öruggum sigri á O.F.N. Ionias, 27:22, í síðari viðureign liðanna í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í gær. Gríska liðið vann fyrri viðureignina í gær, 21:20. ÍBV...

Meistaradeildin: Rapid kemur áfram á óvart – Vipers fór með stig frá Búdapest

Fjórir leikir fóru fram í Meistaradeild kvenna í handknattleik í gær og sá sögulegi atburður átti sér stað að tyrkneska meistaraliðið Kastamonu vann sinn fyrsta leik í sögu keppninnar. Kastamonu tapaði öllum 14 leikjum sínum á síðustu leiktíð og...

Dagskráin: Hlíðarendi og Heimaey

Tveir leikir eru á dagskrá meistaraflokka hér innanlands í dag. Grill66-deild kvenna:Origohöllin: Valur U - Fjölnir/Fylkir, kl. 16.Staðan og næstu leikir í Grill66-deildinni. Evrópubikarkeppni kvenna, síðari leikur:Vestmannaeyjar: ÍBV - O.F.N. Ionias, kl. 14 - sýndur á ÍBVTV.Ionias vann fyrri viðureignina, 21:20.

Molakaffi: Sandra, Harpa, Sunna, Alfreð, H71

Sandra Erlingsdóttir og samherjar í TuS Metzingen unnu stórsigur á TG Nürtingen í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í gær, 38:24.  Leikurinn fór fram í Theodor-Eisenlohr Sporthalle, heimavelli Nürtingen. Metzingen var yfir í hálfleik, 19:10. Liðið er þar með komið...

Fjórir leikir við Eistlendinga en sögulegir – Með derhúfu sendiherra í markinu

Karlalandslið Íslands og Eistlands mættust í fyrsta sinn í Laugardalshöll 1. nóvember 1996. Leikurinn var liður í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fór fram árið eftir í Kumamoto í Japan. Íslenska landsliðið vann leikinn örugglega, 28:19, þrátt fyrir að frammistaðan hafi...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Halldór Jóhann skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2028

Handknattleiksdeild HK og Halldór Jóhann hafa framlengt samning sinn til ársins 2028. Með samningnum er tryggt áframhaldandi samstarf næstu...
- Auglýsing -