- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: May, 2023

Saga Sif kemur til liðs við Aftureldingu

Saga Sif Gísladóttir markvörður hefur skrifað undir þriggja ára samning við Aftureldingu en hún hefur undanfarin ár leikið með Val. Hún hefur verið í fæðingaorlofi á tímabilinu og af þeim ástæðum ekki leikið marga leika með Valsliðinu. Hún kom...

Valur og ÍBV unnu í háspennuleikjum

ÍBV og Valur unnu andstæðinga sína, Hauka og Stjörnuna, með eins marks mun, 25:24 og 20:19, í hörkuspennandi leikjum liðanna í þriðju umferð undanúrslita Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld.Valur hefur þar með unnið tvo leiki í einvíginu...

Selfyssingar tóku hressilega við sér í rífandi stemningu á heimavelli

Lið Selfoss vaknaði hressilega til lífsins í kvöld í umspilskeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik, enda ekki seinna vænna eftir tvo tapleiki fyrir ÍR á upphafskafla úrslitakeppninnar. Fyrir framan nær fulla Sethöllina á Selfossi í frábærra stemningu sýndi Selfossliðið margar...

Gísli Þorgeir og félagar unnu með 15 marka mun í Nürnberg

SC Magdeburg vann stórsigur á HC Erlangen, 38:23, í Nürnberg í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar þráðurinn var tekinn upp á nýjan leik eftir hlé vegna landsleikja. Gísli Þorgeir Kristjánsson var að vanda allt í öllu...

Andri Snær hættir þjálfun KA/Þórs

Andri Snær Stefánsson hefur ákveðið að hætta þjálfun kvennaliðs KA/Þór í handknattleik eftir þrjú ár í brúnni. Frá þessu er sagt á Akureyri.net, fréttmiðlinum öfluga á Akureyri. Þar kemur fram að Andri Snær hafi tilkynnt stjórn KA/Þórs ákvörðun sína.Ekki...

Dagskráin: Þriðja umferð úrslitakeppni kvenna – háspenna á Selfossi

Þriðja umferð undanúrslita úrslitakeppni Olísdeildar kvenna fer fram í kvöld. Stjarnan sækir Val heim í Origohöllina klukkan 18 og klukkan 19.40 verður flautað til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Þar mætast deildarmeistarar ÍBV og Haukar.Staðan í báðum rimmum er...

Molakaffi: Axel, Bitter, fjögurra ára bann, Kúba vann gullverðlaun

Storhamar, sem Axel Stefánsson þjálfar, tapaði fyrir Sola, 29:27, í fyrsta undanúrslitaleik liðanna í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Storhamar. Framlengja varð leikinn vegna þess að jafnt var að loknum venjulegum leiktíma,...

Myndir: Litríkir áhorfendur á öllum aldri í Höllinni

Litríkir áhorfendur á öllum aldri fylltu Laugardalshöll á sunnudaginn þegar íslenska landsliðið lék sinn síðasta leik í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla og vann landslið Eistlands, 30:23. Hvert sæti var skipað í Laugardalshöllinni, ríflega 2.200 manns. Færri komust að...

Myndskeið: Grallarar helltu bjór yfir þjálfarann í beinni útsendingu

Þjálfari færeyska karlalandsliðsins í handknattleik, Peter Bredsdorff-Larsen, átti sér einskis ills von þegar hann var í beinni útsendingu hjá danska sjónvarpinu úr klefa færyska landsliðsins eftir að liðið tryggði Færeyingum sæti á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla á næsta ári.Glatt...

Myndskeið: Tvöföld varsla Viktors Gísla trónir á toppnum

Markvarsla Viktors Gísla Hallgrímssonar landsliðsmarkvarðar í sigurleiknum á Eistlendingum í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Laugardalshöll var framúrskarandi, liðlega 40% þegar leikurinn var gerður upp.Eitt sinn í fyrri hálfleik varði Viktor Gísli í tvígang með nokkurra sekúndna millibili,...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Erum með betra lið og meiri breidd

Íslenska landsliðið í handknattleik karla mætir landsliði Georgíu í Laugardalshöll á sunnudaginn klukkan 16 í síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins....
- Auglýsing -