Monthly Archives: October, 2023

Aron mætir galvaskur í Evrópuleikinn í Krikanum

„Aron verður með í Evrópuleik okkar á laugardaginn,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH í handknattleik spurður hvort Aron Pálmarsson verði með FH-liðinu gegn Partizan frá Serbíu í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í Kaplakrika á laugardaginn...

Sextán leikmenn sem mæta Lúxemborg í kvöld

Þjálfarateymi A-landsliðs kvenna í handknattleik hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta Lúxemborg í kvöld í fyrstu viðureign íslenska liðsins í undankeppni EM 2024, 7. riðli. Leikurinn fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst kl. 19.30. Frítt verður...

Dagskráin: Olísdeild og landsleikur

Áfram verður leikið í Olísdeild karla í kvöld eins og undanfarin tvö kvöld. Að þessu sinni mætast Afturelding og ÍBV að Varmá í Mosfellsbæ klukkan 18. Bæði leika í Evrópubikarkeppninni um helgina. Mosfellingar halda til Noregs en Eyjamenn til...

Verðum að fá eins mikið út úr þessum leik og hægt er

„Við erum í þeirri stöðu núna að vera talin fyrirfram sterkari aðilinn í leiknum. Staða sem við erum ekkert oft í. Við þurfum að sýna að við ráðum við þá stöðu með því að ná góðri frammistöðu og mæta...

Molakaffi: Landsleikur, Berta, Lunde, Evrópubikar, Cikusa, Gros

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna hefur undankeppni Evrópumótsins 2024 í kvöld með leik við landslið Lúxemborgar. Viðureignin fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og verður flautað til leiks klukkan 19.30. Aðgangur verður án endurgjalds í boði Boozt.com, eins af...

Risum upp eftir tvo mjög lélega leiki

„Eftir tvo mjög lélega leiki í röð þá tókst okkur núna að leika mjög góðan varnarleik en því miður þá fórum við svolítið illa með færin okkar. Þar af leiðandi náðum við ekki í að minnsta kosti annað stigið,“...

Alltof margt sem var alls ekki í lagi hjá okkur

„Það leit þannig út að við værum svo sannarlega ekki tilbúnir að mæta HK-liðinu sem leggur sig alltaf 110% prósent fram. Við vorum ekki klárir í að inna þá vinnu af hendi sem þurfti til. Þegar menn svo rumska...

FH slapp fyrir horn gegn baráttuglöðu liði HK

FH-ingar sluppu svo sannarlega fyrir horn í viðureign sinni við HK í Kaplakrika í kvöld í sjöttu umferð Olísdeildar karla. Eftir að hafa stígið krappan dans frá upphafi til enda leiksins þá tókst FH að hirða bæði stigin, 24:22...

Staðráðnar í að komast á lokakeppni EM

„Við erum staðráðnar í að komast á lokakeppni EM eftir rúmt ár og til þess að leggja grunn að því verðum við að vinna báða leikina í þessari lotu, gegn Lúxemborg og Færeyjum. Þess vegna erum við í núinu...

Verðum að mæta 100% klárar í verkefnið

„Ég er viss um að það er mjög gott fyrir okkur á þessum tímapunkti að fá leik við landslið eins og Lúxemborg þegar við þurfum að huga vel að okkar leik og þróun hans. Við verðum að mæta 100%...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Sóknarleikurinn var frábær – vorum í brasi með vörnina

„Ég vil hrósa stelpunum fyrir mikla vinnusemi og baráttu í leiknum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára...
- Auglýsing -