Andrea Jacobsen kemur inn í 16-kvenna hópinn sem mætir Kongó í úrslitaleik forsetabikars heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Arena Nord í Frederikshavn klukkan 19.30 í kvöld. Hún tekur sæti Kötlu Maríu Magnúsdóttir sem er farin heim til Íslands. Katrín...
Grænlendingum varð ekki að ósk sinni að vinna síðasta leikinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik kvenna. Lið þeirra rekur lestina eftir fimm marka tap fyrir íranska landsliðinu í Arena Nord í Frederikshavn á Jótlandi í dag. Þetta var um leið...
„Um leið og maður hafði jafnað sig eftir vonbrigðin að hafa ekki komist í milliriðilinn þá kom ekkert annað til greina en að taka forsetabikarinn með trompi og klára ferðina með bikar úr því að hann er boði,“ sagði...
Matija Gubica handknattleiksdómari frá Króatíu hefur verið settur í þriggja ára bann frá dómgæslu á vegum Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Gubica er sekur um að hafa brotið gegn siðareglum EHF og IHF, alþjóða handknattleikssambandsins.
Ekki var nánar útskýrt í hverju...
„Það kemur ekkert annað til greina en leggja allt í sölurnar,“ sagði Hildigunnur Einarsdóttir landsliðskonan þrautreynda þegar handbolti.is varð á vegi hennar á hóteli íslenska landsliðsins, Hotel Jutlandia í Frederikshavn, í gær.„Mér sýnist margt vera sameiginlegt með landsliði Kongó...
Ljóst er að það er að duga eða drepast fyrir landsliðskonur Íslands þegar þær glíma við Kongó um „Forsetabikarinn“ á danskri grund í kvöld. Þær verða að eiga sinn besta leik ef þær ætla að fagna sigri. Ekkert þýðir...
„Við höfum farið ítarlega yfir þrjá leiki með Kongóliðinu á mótinu og komum mjög vel búin til leiks,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins sem hefur m.a. haft þann starfa að liggja yfir upptökum andstæðinga íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu...
Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson er vongóður í samtali við Vísir í dag um að hafa náð fullri heilsu og geta leikið af fullum krafti með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi í næsta mánuði. Selfyssingurinn hefur sjaldan...
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í HBC Nantes tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í gærkvöld með stórsigri á US Créteil, 38:23, á útivelli. Viktor Gísli var í marki Nantes frá upphafi til enda. Hann varði...
Heims- og Evrópumeistarar Noregs sýndu flestar sínar bestu hliðar í kvöld og tryggðu sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins með því að leggja hollenska landsliðið, 30:23, í átta liða úrslitum í Trondheim Spektrum að viðstöddu fjölmenni, þar á meðal var...