Monthly Archives: December, 2023
Efst á baugi
GLEÐILEG JÓL
Handbolti.is óskar lesendum, auglýsendum og öðrum sem styðja við bakið á útgáfunni, gleðilegra jóla og farsældar með ósk um að allir megi njóta friðsældar og hamingju yfir hátíðinaAð innstu afdals bæjum,um yztu nes og skaga,berst hringing helgra daga,sem húm...
A-landslið karla
Handkastið: Ungverjagrýla á ekki að vera til
Í síðasta þætti Handkastsins var farið yfir sterkan riðil Íslands á EM karla sem framundan er þar sem Ísland mætir Serbum, Ungverjum og Svartfellingum. Í millriðli gætu Íslendingar síðan mætt þjóðum á borð við Króatíu, Frakkland, Þýskaland og...
Efst á baugi
Molakaffi: Ýmir, Arnór, Arnór, Mahé, Schmidt
Rhein-Neckar Löwen situr í áttunda sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla eftir eins marks tap fyrir Stuttgart í Porsche-Arena í Stuttgart í gærkvöld, 32:31. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen í leiknum. Arnór Snær Óskarsson...
Efst á baugi
Hákon Daði og samherjar skelltu toppliðinu
Hákon Daði Styrmisson og samherjar hans í Eintracht Hagen gerðu sér lítið fyrir í kvöld og unnu topplið Bietigheim á heimavelli Bietigheim, í EgeTrans Arena, 36:33, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Þar með náði lið Potsdam efsta sæti...
Fréttir
Ída Bjarklind áfram með Víkingi næstu tvö ár
Ída Bjarklind Magnúsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Víkings, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá deildinni. Ída Bjarklind er markahæsti leikmaður Víkings eftir 10 leiki í Grill 66-deildinni með 74 mörk en Víkingur er í...
A-landslið karla
Ákvað snemma að velja tvo markverði í EM-hópinn
„Ein helsta spurningin var sú hvort velja ætti tvo eða þrjá markverði. Ég ákvað snemma að vera ekki að velta þessu mikið fyrir mér heldur fara með tvo markverði, Viktor Gísla og Björgvin Pál,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari...
Efst á baugi
U18 ára landslið karla fer til Þýskalands á öðrum degi jóla
Leikmenn og þjálfarar U18 ára landsliðs karla í handknattleik fá ekki langan tíma til þess að liggja á meltunni eftir að hafa borðað jólasteikina. Að morgni annars dags jóla halda þeir til Merzig í sambandslandinu Saarland í Þýskalandi til...
Efst á baugi
Janus Daði flytur til Szeged næsta sumar – tveggja ára samningur
Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik gengur til liðs við ungverska liðið Pick Szeged í sumar. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning sem tekur gildi upp úr miðju næsta ári. Pick Szeged sagði frá komu Janusar í morgun.Janus...
Efst á baugi
Molakaffi: Óðinn Þór, Mørk, Mathe, Damgaard, Bellahcene
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í Kadetten Schaffhausen komust í átta liða úrslit bikarkeppninnar í Sviss í gærkvöld með sigri á TV Möhlin, 34:24, á útivelli. Óðinn Þór skoraði sex mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Norska landsliðskonan Nora Mørk...
Fréttir
Andri Már mætti til leiks og skoraði þrjú mörk
Andri Már Rúnarsson virðist hafa sem betur fer jafnað sig af meiðslum á ökkla. Hann mætti alltént galvaskur til leiks í kvöld og lék með samherjum sínum í SC DHfK Leipzig gegn Füchse Berlin í Max Schmeling Halle í...
- Auglýsing -
Nýjustu fréttir
FH-ingar heiðruðu Gísla Þorgeir í Kaplakrika
Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, heiðraði einn af sínum dáðustu sonum, Gísla Þorgeir Kristjánsson, þegar FH og Stjarnan mættust í Bestu...
- Auglýsing -