ÍR-ingar halda áfram að færast skrefi nær sæti í Olísdeild karla í handknattleik á næstu leiktíð. Þeir unnu ungmennalið Vals í Skógarseli í kvöld, 27:25 og standa best að vígi af þeim liðum sem geta farið upp úr deildinni...
Selfoss hleypti spennu í fallbaráttu Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með því að vinna HK, 26:22, í Sethöllinni á Selfossi. Þetta var annar sigur Selfossliðsins á HK-ingum í vetur.Þar með hefur Selfossliðið átta stig eins og Víkingur sem...
Nær víst má telja að Ísland, Danmörk og Noregur haldi annað hvort heimsmeistaramótið í handknattleik karla 2029 eða 2031. Alþjóða handknattleikssambandið tilkynnti í dag að aðeins tvær umsóknir standi eftir vegna mótanna tveggja, önnur frá Íslandi, Danmörku og Noregi...
KA lyfti sér upp í sjöunda sæti Olísdeildar karla með sigri á Gróttu, 32:28, í KA-heimilinu í kvöld. Fyrir leikinn var KA í 9. sæti en Grótta í áttunda en við tapið féll liðið niður í hið lítt eftirsótta...
U18 ára landslið kvenna tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Kína frá 14. til 25. ágúst í sumar. Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, sendi HSÍ boð (wild card) um þáttttöku á mótinu. Boðinu var tekið fegins hendi...
Pétur Árni Hauksson hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar til ársins 2026. Pétur Árni er 25 ára og fór í gegnum alla yngri flokka hjá Stjörnunni. Um skeið lék hann með HK, ÍR og Gróttu en gekk á...
Þessa dagana eru öll okkar kvennalandslið HSÍ við æfingar eða keppni. Metnaðurinn er mikill í starfinu, en um 100 stelpur voru valdar í verkefnið og eru nú við æfingar hjá sínum landsliðum. Það er óhætt að segja að uppgangurinn...
Andri Már Rúnarsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir lið sitt SC DHfK Leipzig beint úr aukakasti í gærkvöld þegar SC DHfK Leipzig vann Bergischer HC, 33:22, á heimavelli í þýsku 1. deildinnni í handknattleik.
Markið var annað af tveimur sem...
Áfram verður haldið að leika í 18. umferð Olísdeildar karla í handknattleik en umferðin hófst í gær með tveimur viðureignum. Í kvöld fara afar mikilvægir leikir í neðri hluta Olísdeildar. Grótta og KA, sem eru í áttunda og níunda...
Lærisveinar Halldórs Jóhanns Sigfússonar í danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland Håndbold kræktu í mikilvægt stig í botnbaráttu úrvalsdeildarinnar í gærkvöld þegar Matias Ravn Campbell skoraði jöfnunarmarkið, 33:33, 19 sekúndum fyrir leikslok á heimavelli gegn KIF Kolding. Liðin eru jöfn að stigum...
Árlegur Stjörnuleikur í handknattleik fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum á föstudaginn klukkan 17 þar sem helstu handboltakempur Eyjamanna...