„Við ætlum bara að vinna leikinn gegn Lúxemborg. Við tókum vel á því gegn þeim hér heima í haust. Ekki stendur annað til en að gera það aftur í síðari leiknum,“ sagði Hafdís Renötudóttir landsliðsmarkvörður í handknattleik í samtali...
Danska stórstjarnan Mikkel Hansen leggur handboltaskóna á hillina í sumar að loknum Ólympíuleikunum sem fram fara í Frakklandi í lok júlí og framan af ágústmánuði. Frá þessu er m.a. greint á vef TV2 í Danmörku. Fréttin birtist í kjölfar...
Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik, gengur til liðs við núverandi Evrópumeistara, SC Magdeburg sumarið 2025 þegar núverandi samningur hans við MT Melsungen rennur út. Þetta er fullyrt á handball-leaks í dag. Elvar Örn hefur leikið með Melsungen frá...
Minningarsjóður um Arnar Gunnarsson, kennara og handknattleiksþjálfara sem lést 3. mars 2023 var formlega stofnaður í dag, 2. apríl 2024. Það eru systkini Arnars sem standa að stofnuninni, en á þessum degi fyrir ári síðan fannst Arnar látinn í...
Benedikt Emil Aðalsteinsson, leikmaður ungmennaliðs Víkings, varð markakóngur Grill 66-deildar karla en keppni í deildinni lauk í síðustu viku. Benedikt Emil skoraði 118 mörk í 18 leikjum, eða nærri 6,6 mörk að jafnaði í leik.
ÍR-ingurinn Hrannar Ingi Jónsson...
Tvær síðustu umferðir Olísdeildar karla í handknattleik fara fram í vikunni. Sú næst síðasta er áformuð í kvöld. Sex leikir eru á dagskrá. Allar viðureignir verða flautaðar á stundvíslega klukkan 19.30.Aukin spenna er hlaupin í keppnina um deildarmeistaratitilinn eftir...
Tumi Steinn Rúnarsson skoraði ekki mark fyrir Coburg í gær þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Elbflorenz frá Dresden, 35:32, á heimavelli. Tumi Steinn átti þrjú markskot sem misstu marks en stoðsending hans rataði í réttar hendur. Leikjum Tuma Steins...
MT Melsungen tókst ekki að endurheimta fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik karla í dag. Liðið tapaði með sjö marka mun í heimsókn til Hamborgar þar sem leikmenn HSV Hamborg sýndu enga gestrisni á leikvellinum. Hamborgarliðið vann með...
Íslenska landsliðið fór rakleitt á æfingu við komuna til Lúxemborgar upp úr miðjum degi í dag eftir prýðilegt ferðalag frá Íslandi. Flogið var til Brussel þaðan sem leiðin lá til Lúxemborgar með langferðabifreið. Allur farangur skilaði sér á áfangastað...
Rúmenska handknattleiksliðið CS Minaur Baia Mare, sem Valur mætir í undanúrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla heima og að heiman tvær síðustu helgarnar í apríl situr um þessar mundir í 3. sæti rúmensku úrvalsdeildarinnar, sextán stigum á eftir Dinamo Búkarest...