- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monthly Archives: May, 2024

Jón Gunnlaugur lætur af störfum

Jón Gunnlaugur Viggósson hefur ákveðið að taka sér frí frá þjálfun meistaraflokks karla hjá Víkingi á næsta keppnistímabili eftir fjögurra ára törn við þjálfun liðsins. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Víkings í kvöld. Ekki kemur fram hver tekur...

Eistar voru rassskelltir í Laugardalshöll

Íslenska landsliðið gjörsigraði slakt lið Eistlendinga, 50:25, í fyrri viðureign þjóðanna í umspili um sæti á HM karla 2025 í Laugardalshöll í kvöld. Án verulegs hroka er hægt að fullyrða að íslenska landsliðið hefur tryggt sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu...

Megum ekki mæta á hálfum hraða

„Það er ekkert langt síðan við spiluðum við þá síðast, ekki nema ár eða svo. Þess vegna þekkjum við ágætlega út í hvað við erum að fara. Við eigum að vinna þá á góðum degi,“ sagði Bjarki Már Elísson...

Einar Bragi leikur sinn fyrsta landsleik – hópur kvöldsins er klár

FH-ingurinn Einar Bragi Aðalsteinsson leikur í kvöld sinn fyrsta A-landsleik þegar íslenska karlalandsliðið mætir liði Eistlendinga í umspili fyrir HM 2025 í Laugardalshöll klukkan 19.30. Einar Bragi, sem var í bronsliði Íslands á HM 21 árs landsliða á síðasta...

Stjarnan leitar að verkefnastjóra yngri flokka

Handknattleiksdeild Stjörnunnar leita að að verkefnastjóra yngri flokka deildarinnar.Verkefnastjóri hefur umsjón með barna – og unglingastarfi handknattleiksdeildar í samráði við rekstrarstjóra deildarinnar, barna – og unglingaráð og framkvæmdastjóra Stjörnunnar. Í yngri flokkum deildarinnar eru um 400 iðkendur og 34...

Fyllum Höllina og förum á næsta stórmót

„Það er fínt að brjóta aðeins upp tímabilið með tveimur landsleikjum,“ sagði markvörðurinn þrautreyndi Björgvin Páll Gústavsson í samtali við handbolta.is spurður eftir landsleiknum við Eistlendinga í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 19.30. Um er að ræða fyrri viðureign þjóðanna...

Myndir úr gullkistu Þóris: Snorri og Arnór, Alfreð, Guðmundur og Wilbek í KA-heimilinu

Í tilefni af fyrri umspilsleik Íslands og Eistlands um sæti á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld leit Þórir Tryggvason ljósmyndari á Akureyri á veglegt myndasafn sitt. Í safninu kennir sannarlega ýmissa grasa eftir áratuga eltingaleik við...

Cornelia bætir við tveimur árum á Selfossi

Cornelia Hermansson, markvörður, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til tveggja ára. Cornelia kom til Selfoss árið sumarið 2022 frá sænska liðinu Kärra HF en áður hafði hún einnig leikið með Önnereds HK.„Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með...

Verðum að sýna alvöru frammistöðu

„Ég er spenntur og finn vel fyrir því að það er mikið í húfi í leikjunum. Þetta eru ekki æfingaleikir. Það er alltaf skemmtilegra að taka þátt í leikjum þar sem eitthvað er undir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari...

Molakaffi: Viggó, Aldís, Jóhanna, Axel

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik er í liði 31. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Kemur það alls ekki á óvart eftir frábæran leik hans með Leipzig gegn Göppingen á dögunum. Hann skoraði 10 mörk og gaf tvær stoðsendingar...
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Taka til varna vegna bannsins langa

Forráðamenn austurríska handknattleiksliðsins Alpla Hard ætlar að berjast gegn löngu keppnisbanni sem Ivan Horvat leikmaður liðsins var dæmdur í...
- Auglýsing -