Benedikt Emil Aðalsteinsson, leikmaður ungmennaliðs Víkings, varð markakóngur Grill 66-deildar karla en keppni í deildinni lauk í síðustu viku. Benedikt Emil skoraði 118 mörk í 18 leikjum, eða nærri 6,6 mörk að jafnaði í leik.
ÍR-ingurinn Hrannar Ingi Jónsson varð næstur, 17 mörkum á eftir Víkingnum. Björgvin Páll Rúnarson, Fjölni, og HK-ingurinn Marteinn Sverrir Bjarnason voru skammt á eftir Hrannari Inga.
Fram U varð deildarmeistari í Grill 66-deild karla. ÍR varð í öðru sæti og efst þeirra liða sem gátu færst upp í Olísdeildina. Fjölnir, Hörður og Þór taka þátt í umspili um sæti í Olísdeildinni. Undanúrslitarimma Harðar og Þórs hefst eftir viku á Ísafirði.
Benedikt Emil og félagar í Víkingi ráku lestina í deildinni en lokastöðuna er að finna hér.
Neðantaldir leikmenn skoruðu 60 mörk eða fleiri í Grill 66-deildinni:
Nafn: | Félag: | Mörk: |
Benedikt Emil Aðalsteinsson | Víkingi U | 118 |
Hrannar Ingi Jóhannsson | ÍR | 101 |
Björgvin Páll Rúnarsson | Fjölni | 100 |
Marteinn Sverrir Bjarnason | HK U | 99 |
Brynjar Hólm Grétarsson | Þór | 95 |
Skarphéðinn Ívar Einarsson | KA U | 92 |
Aron Hólm Kristjánsson | Þór | 91 |
Daníel Örn Guðmundsson | Val U | 91 |
Róbert Snær Örvarsson | ÍR | 91 |
Jose Esteves Lopes Neto | Herði | 86 |
Sigurður Snær Sigurjónsson | Haukum U | 85 |
Tómas Sigurðarson | Val U | 84 |
Bjartur Már Guðmundsson | Fram U | 82 |
Eiður Rafn Valsson | Fram U | 82 |
Baldur Fritz Bjarnason | ÍR | 79 |
Marel Baldvinsson | Fram U | 78 |
Viktor Berg Grétarsson | Fjölni | 76 |
Arnar Gauti Arnarsson | Víkingi U | 74 |
Elvar Þór Ólafsson | Fjölni | 74 |
Arnór Þorri Þorsteinsson | Þór | 70 |
Kristófer Snær Þorgeirsson | Víkingi U | 69 |
Magnús Dagur Jónatansson | KA U | 67 |
Alex Máni Oddnýjarson | Fjölni | 66 |
Arnór Ísak Haddsson | KA U | 66 |
Bernard Kristján Owusu Darkoh | ÍR | 65 |
Eyþór Ari Waage | ÍR | 64 |
Sveinn Brynjar Agnarsson | ÍR | 63 |
Birkir Snær Steinsson | Haukum U | 62 |
Sigurður Páll Matthíasson | Víkingi U | 61 |
Þorvaldur Örn Þorvaldsson | Val U | 61 |
Sjá einnig: Grill 66-deild: Ída Bjarklind iðnust við að skora
Elín Klara skoraði flest mörk í Olísdeildinni
Arnór Þorri er markakóngur Grill 66-deildar karla
Markahæstir í Grill 66-deild karla 2021/2022.
Markahæstir í Grill 66-deild karla 2020/2021.