- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svensson orðaður við Barcelona

Tomas Svensson, fyrrverandi markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, er nú orðaður við starf markvarðaþjálfara hjá Barcelona. Spænska sjónvarpsstöðin Onze greindi frá þessu í gær samkvæmt heimildum. Svensson, sem er einn allra besti handknattleiksmarkvörður sögunnar, lék með Barcelona frá 1995 til 2002...

Þórir glímir við Hollendinga og Svartfellinga

Þórir Hergeirsson og norska kvennalandsliðið, sem er ríkjandi Evrópumeistari, mætir m.a. heimsmeisturum Hollands og Svartfellingum í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar sem fram fara í Japan. Dregið var í riðla í morgun. Norðmenn og Svartfellingar voru saman í riðli í forkeppni...

Aron og Dagur mæta heimsmeisturunum – Alfreð í erfiðari riðlinum

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska karlalandsliðinu í handknattleik drógust í erfiðari riðilinn í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna þegar dregið var í morgun. Þjóðverjar verða með Noregi, Frakklandi, Spáni og Suður-Ameríkuliðunum tveimur, Argentínu og Brasilíu. Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, og Dagur...

Molakaffi: Iturizza, tímamót, Lazarov, gjaldgengir, Sigvaldi

Óstaðfestar fregnar herma að portúgalski línumaðurinn Victor Iturizza sem nú er liðsmaður Porto gangi til liðs við Barcelona í sumar og komi í stað Frakkans Cedric Sorhaindo.  Tímamót eiga sér stað hjá þýska 1.deildarliðinu Bergischer HC við lok leiktíðar þegar...
- Auglýsing-

Á brattann að sækja

Ekki gekk sem skildi hjá Íslendingum í fyrstu leikjum undanúrslita í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í kvöld. Hörður Fannar Sigþórsson og félagar í KÍF frá Kollafirði töpuðu naumlega á heimavelli fyrir ríkjandi meisturum, H71, 27:26, í Kollafirði. Leikmenn...

Hildigunnur og félagar stóðust áhlaupið og náðu í stig

Hildigunnur Einarsdóttir og samherjar í Bayern Leverkusen kræktu í annað stigið í kvöld þegar leikmenn Metzingen komu í heimsókn í Osterman-Arena til viðureignar í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 24:24. Leikmenn Metzingen gerðu harða að hríð að Leverkusen-liðinu á...

Lærisveinar Guðjóns Vals treystu stöðu sína

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar halda áfram á sigurbraut í þýsku 2. deildinni í handknattleik en í kvöld unnu þeir Wilhelmshavener, 32:28, á heimavelli. Með sigrinum treysti Gummersbach stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með 27 stig, er tveimur stigum...

Arnór Þór og samherjar komnir í sóttkví

Arnór Þór Gunnarsson, fyrirliði íslenska handknattleikslandsliðsins, og samherjar hans í þýska 1. deildarliðinu Bergischer HC, eru komnir í sóttkví. Tvær jákvæðar niðurstöður komu úr skimun hjá leikmönnum í gær og lá niðurstaða fyrir í dag. Eftir því sem greint er...
- Auglýsing-

Íslandsvinur atvinnulaus eftir sjúkrahúsvist

Íslandsvinur og fyrrverandi leikmaður KA, Lars Walther, var leystur frá störfum sem þjálfari pólska úrvalsdeildarliðsins Azotu-Pulawy á dögunum meðan hann lá inni á sjúkrahúsi þar sem hann jafnaði sig af lungnasýkingu af völdum kórónuveirunnar. Walther var nánast síðasti maður...

Andstæðingur Íslands er án þjálfara

Kvennalandslið Slóveníu í handknattleik er án þjálfara innan við þremur vikum áður en það mætir íslenska landsliðinu í umspilsleikjum fyrir heimsmeistaramótið. Frá því var greint í Slóveníu í dag að Uros Bregar, sem hefur verið þjálfari slóvenska kvennalandsliðsins síðustu...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18215 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -