- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Verður í sóttkví yfir jólin

Janus Daði Smárason er kominn í sóttkví eins og aðrir leikmenn Göppingen. Sennilegt er að þeir verði að dúsa í henni árið á enda. Ekki vegna þess að smit hafi komið upp í liðinu heldur eftir að smit greindist...

Viktor Gísli og félagar lentu í kröppum dansi

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG halda efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir nauman sigur á næst neðsta liði deildarinnar, Ringsted, 33:31, á heimavelli Ringsted í kvöld. Á sama tíma vann lið Aalborg, ríkjandi meistari, Svein Jóhannsson...

Óábyrgt að halda EM leikjum og HM til streitu

„Mín skoðun er sú að það sé óábyrgt eins og ástandið er að leika tvo leiki í undankeppni EM í byrjun janúar og ætla sér til viðbótar að halda heimsmeistaramót í handknattleik í framhaldinu,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari...

Viggó trónir áfram á toppnum

Viggó Kristjánsson, leikmaður Stuttgart og landsliðsmaður, er efstur á lista yfir þá sem skorað hafa flest mörk í þýsku 1. deildinni þegar stór hluti liða í deildinni hefur lokið 14 umferðum af þeim 38 sem eru áformaðar. Viggó er...
- Auglýsing-

Molakaffi: Á fullu eftir veikindi, Rød verður heima, þjálfari í veikindaleyfi, arftaki Lazarov fundinn

Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar hjá svissneska meistaraliðinu Kadetten eru komnir á fulla ferð á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig af kórónuveirusmiti sem lagðist á herbúðir liðsins fyrir rúmum mánuði. Nú leika þeir orðið annan hvern dag eða því...

Veirunni slær á ný niður í herbúðir Íslendingaliðs

Aftur á ný hefur kórónuveirunni slegið niður í herbúðir þýska handknattleiksliðsins MT Melsungen, þar sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari, er í þjálfarastól og Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður, leikur með.Í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í kvöld segir að...

Fyrirliðinn hrósar Þóri í hástert

Hin þrautreynda norska handknattleikskona Camilla Herrem hrósaði Þóri Hergeirssyni landsliðsþjálfara í hástert eftir að norska landsliðið varð Evrópumeistari í handknattleik kvenna í gær. Herrem, sem hefur meira og minna átt sæti í norska landsliðinu í 14 ár og tekið...

Unnu Íslendingaslag eftir brottrekstur þjálfarans

Tveimur dögum eftir að forsvarsmenn IFK Kristianstad sögðu upp þjálfaranum, Ljubomir Vrjanes, eftir slakt gengi í síðustu leikjum risu leikmenn liðsins upp á afturlappirnar og unnu Alingsås með fjögurra marka, 31:27, á heimavelli í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í...
- Auglýsing-

Stutt við starf íþrótta- og æskulýðsfélaga

Ráðist verður í aðgerðir til þess að styðja við starf íþrótta- og æskulýðsfélaga sem raskast hefur verulega vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana COVID-19. Þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur fjölþætt gildi og er mikilvægt að íþrótta- og...

EM: Mörk er markadrottning í annað sinn

Norska handknattleikskonan Nora Mörk varð í gær markadrottning Evrópumótsins í handknattleik í annað sinn á ferlinum. Hin 29 ára gamla örvhenta skytta skoraði 52 mörk í átta leikjum, einu marki færra en fyrir fjórum árum þegar hún varð einnig...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18215 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -