Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn sektaðir og þjálfari Selfoss á yfir höfði sér bann

Á fundi aganefndar HSÍ á þriðjudaginn var Handknattleiksdeild ÍBV sektuð um 25 þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna ÍBV í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildar karla. Var það gert í framhaldi af erindi sem aganefnd barst nokkrum dögum...

Arnar Daði verður Hrannari til halds og trausts

Arnar Daði Arnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokksliðs Stjörnunnar og verður hægri hönd Hrannars Guðmundssonar sem stýrt hefur Stjörnuliðinu síðan í byrjun október.Arnar Daði er enginn nýgræðingur í þjálfun meistaraflokksliða né yngri flokka. Síðast kom Arnar Daði að þjálfun...

Grétar Áki til liðs við ÍR

Grétar Áki Andersen hefur verið ráðinn til þjálfunar handknattleiksfólks hjá ÍR. Í tilkynningu handknattleiksdeildar ÍR kemur fram að Grétar Áki eigi að aðstoða Sólveigu Láru Kjærnested þjálfara meistaraflokks kvenna auk þess að taka við þjálfun 3. flokks kvenna.Grétar Áki...

ÍBV leitar að línumönnum

Báðir línumenn kvennaliðs ÍBV í handknattleik, Ásdís Guðmundsdóttir og Elísa Elíasdóttir, ætla að söðla um í sumar, eftir því sem handbolti.is kemst næst. Leita forráðamenn handknattleiksdeildar ÍBV logandi ljósi að leikmönnum til að fylla skarð þeirra.Heimildir handbolta.is herma að...
- Auglýsing-

Óbreyttur hópur í síðari leiknum

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla teflir fram sömu leikmönnum í síðari leiknum við Eistlendinga í umspili HM á morgun í Tallinn og tóku þátt í fyrri viðureigninni í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Íslenska landsliðið vann fyrri viðureignina með...

Einar Bragi hefur samið við IFK Kristianstad

Einar Bragi Aðalsteinsson, hinn nýbakaði landsliðsmaður í handknattleik úr FH, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið IFK Kristianstad og gengur til liðs við félagið í sumar. Frá þessu greinir Kristianstad í morgun í tilkynningu.Einar Bragi gekk til liðs við FH...

Molakaffi: Nýr þjálfari, á batavegi, tók pokann sinn

Danska handknattleiksliðið Ribe-Esbjerg, sem landsliðsmennirnir Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson leika með, hefur samið við Marc Uhd um að hann taki við þjálfun liðsins eftir ár þegar samningur Uhd hjá TMS Ringsted rennur út. Þangað til Uhd kemur til starfa...

Sex marka tap hjá Degi í fyrsta leik í Noregi

Króatíska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tapaði fyrir Noregi í upphafsleik Gjensidige Cup-alþjóðlegs-mót sem hófst í Arendal í Noregi í kvöld, 32:26. Norðmenn voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14. Norðmenn keyrðu upp hraðann...
- Auglýsing-

Ítalir færa sig upp á skaftið – sætur sigur hjá Sviss og Slóvökum – tap hjá Kalandadze

Ítalir hafa fram til þessa ekki verið hátt skrifaðir í evrópskum handknattleik en svo virðist sem þeir séu að færa sig upp á skaftið. Yngri landsliðin hafa sýnt á tíðum ágæta frammistöðu á Evrópumótunum síðustu sumur. Hvort það er...

Útlitið var ekki gott um tíma

„Við sýndum gríðarlegan karakter og seiglu með því að koma okkur inn í leikinn á lokakaflanum því útlitið var ekki gott um tíma,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals yfirvegaður, í samtali við handbolta.is í kvöld eftir eins marks...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
17079 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -