Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
Molakaffi: Viggó, Máni, Jóhannes, Myhol, Pardin, Mathé, Canayer, Mensing
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Leipzig í Þýskalandi, er meiddur á fingri og ríkir af þeim sökum töluverð óvissa um þátttöku hans í landsleikjunum við Færeyinga sem fram fara í Laugardalshöll á föstudag og laugardag. Miðasala fer...
Fréttir
Var mjög ánægður með varnarleikinn
„Ég var mjög ánægður með varnarleikinn allan tímann gegn þessum landsliðsskyttum sem Valur hefur innan sinn vébanda. Þetta er eitthvað sem við getum byggt ofan á,“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson þjálfari Aftureldingar í samtali við handbolta.is í kvöld að...
Fréttir
Sýndum gæði síðasta stundarfjórðunginn
„Afturelding gerði þetta mjög vel. Lék sjö á sex frá upphafi til enda og tókst að hægja mjög á hraða leiksins. Við að sama skapi voru sjálfum okkur verst með því að fara illa með mörg upplögð tækifæri, ekki...
Efst á baugi
Alexander lánaður í mánuð til félagsliðs í Katar
Handknattleiksdeild Vals hefur samþykkt að lána Alexander Petersson til liðsins Al Arabi sports club í Katar til að taka þátt með þeim í meistarakeppni Asíu sem fram fer í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu Vals í kvöld.Þjálfari...
- Auglýsing-
Fréttir
Afturelding náði að stríða Íslandsmeisturunum
Valur komst á ný upp að hlið Hauka í efsta sæti Olísdeildar kvenna með sex marka sigri, 29:23, á Aftureldingu í síðasta leik sjöundu umferðar. Leikið var að Varmá. Valur var með tveggja marka forskot, 13:11, eftir fyrri hálfleik....
Efst á baugi
Afar góðar horfur hjá Gísla Þorgeiri – fyrstu leikirnir í desember?
Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg er á góðum batavegi eftir að hafa farið í aðgerð á öxl í sumar, nokkrum vikum eftir að hann fór úr axlarlið í undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Barcelona....
Fréttir
Aftur var sigurgangan stöðvuð í Óðinsvéum
Annað árið í röð var endir bundinn á sigurgöngu þýska meistaraliðsins Bietigheim í Meistaradeild kvenna í handknattleik með heimsókn til Óðinsvéa. Eftir fimm sigurleiki í upphafi keppninnar steinlá Bietigheim fyrir Odense Håndbold með 13 marka mun eftir að allar...
Efst á baugi
FH, ÍBV og Valur leika heima og að heiman
FH, ÍBV og Valur leika heima og að heiman í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í lok nóvember og í byrjun desember. FH og ÍBV hafa þegar gengið frá sínum leikjum við mótherjana en Valsmenn hnýta síðustu lausu endana...
- Auglýsing-
Bikar karla
Hvaða lið dragast saman í bikarnum?
Nöfn sextán liða verða í skálunum þegar dregið verður í aðra umferð Poweradebikarsins í handknattleik karla í hádeginu á morgun í Minigarðinum Skútuvogi. Tólf lið sátu yfir í fyrstu umferð sem leikin var í gær með fjórum leikjum.Fjögur...
A-landslið karla
Ég er merkilega rólegur yfir þessu öllum saman
„Ég er merkilega rólegur yfir þessu öllum saman, kannski of rólegur,“ sagði Snorri Stienn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla léttur á brún og brá í samtali við handbolta.is áður en fyrsta æfinga landsliðsins undir hans stjórn hófst í Víkinni...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
16802 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -



