- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur er kominn í átta liða úrslit í Evrópubikarnum

Valur er kominn í átta liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla eftir að hafa unnið Metaloplastika Sabac öðru sinni í kvöld, að þessu sinni í Sabac í Serbíu, 30:28. Valur vann fyrri viðureignina á heimavelli á síðasta sunnudag, 27:26....

Róður KA/Þórs þyngist eftir tap fyrir Stjörnunni

Stjarnan endurheimti sjötta sæti Olísdeildar kvenna í kvöld eftir að hafa lagt KA/Þór, 27:25, KA-heimilinu. Afturelding náði sjötta sætinu af Stjörnunni um skeið í dag eftir sigur í Vestmannaeyjum. Darija Zecevic markvörður Stjörnunnar, reyndist KA/Þórsliðinu óþægur ljár í þúfu í...

Streymi: Metaloplastika – Valur, kl. 17.30.

Valur mætir serbneska liðinu RK Metaloplastika Elixir Sabac í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik klukkan 17.30 í dag. Leikurinn fer fram í Sabac í Serbíu. Um er að ræða síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Valur vann fyrri viðureignina sem...

Sjötta tap KA í röð í deildinni – ÍBV fór með tvö stig suður

ÍBV vann öruggan sigur á KA, 37:31, í 16. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í KA-heimilinu í dag. Þetta var sjötta tap KA í röð í deildinni og virðist liðið sitja fast í níunda sæti með 10 stig eftir...
- Auglýsing-

Afturelding gerði sér lítið fyrir og fór með tvö stig heim frá Vestmannaeyjum

Afturelding vann sanngjarnan og um leið mikilvægan sigur á ÍBV í Olísdeild kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 26:25, eftir að hafa verið með yfirhöndina meirihluta leiksins. Saga Sif Gísladóttir, maður leiksins, tryggði bæði stigin þegar hún...

Guðmundur og Einar leika um bronsverðlaun

Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í Fredericia HK leika um bronsverðlaun í dönsku bikarkeppninni í handknattleik karla á morgun. Fredericia HK tapaði fyrir GOG í undanúrslitum í dag, 34:31, eftir framlengda viðureign að viðstöddum um 9.000 áhorfendum í...

Fram vann mikilvægan sigur í keppninni um 2. sætið

Fram hefur áfram augastað á öðru sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Haukum, 23:19, í viðureign liðanna Lambhagahöll Framara í dag. Eftir erfiðan fyrri hálfleik þá sprakk Framliðið út í síðari hálfleik og réði lögum og lofum....

Frakkar og Þjóðverjar blanda sér í keppnina við Ísland um HM 2029 og 2031

Frakkar og Þjóðverjar hafa blandað sér í keppnina við Íslendinga og fleiri um að halda heimsmeistaramót karla í handknattleik 2029 og 2031. Handknattleikssambönd ríkjanna tveggja hafa staðfest að þau hafi sent inn sameiginlega umsókn um að fá að halda...
- Auglýsing-

Fimm leikmenn Arons fara í allt að árs keppnisbann fyrir árás á dómara

Fimm landsliðsmenn Barein í handknattleik karla hafa verið úrskurðaðir í þriggja til 12 mánaða leikbann frá alþjóðlegri keppni eftir að þeir réðust á dómara eftir að Barein tapaði fyrir Japan í undanúrslitum Asíukeppni landsliða karla í janúar. Einnig má...

Hannes framlengir samningi til tveggja ára

Línumaðurinn Hannes Grimm hefur framlengt samning sinn við Gróttu til ársins 2026. Hannes hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með Gróttu til fjölda ára og á 148 leiki fyrir meistaraflokk félagsins og jafnan verið einn traustasti leikmaður liðsins, jafnt...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18238 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -