- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eftir 11 sigurleiki tapaði Györ – barist um sæti í átta liða úrslitum

Tvær umferðir eru eftir af riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik eftir leiki helgarinnar þar sem hæst bar að ungverska meistaraliðið Györ tapað í fyrsta sinn á leiktíðinni eftir 11 sigurleiki í röð. Christina Negau og samherjar í rúmenska meistaraliðinu...

Svavar og Sigurður verða á faraldsfæti á næstunni

Handknattleiksdómararnir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson hafa verið valdir til þess að dæma tvær viðureignir í Evrópukeppni félagsliða á næstunni. Þeir verða í Hamri í Noregi á næstu sunnudag og halda uppi röð og reglu í viðureign...

Partille-mótið tekur upp heitið heimsbikarmót

Partille Cup, alþjóðlega handknattleiksmót barna og unglinga, sem íslenska félagslið hafa verið dugleg að sækja í gegnum árin, hefur breytt um nafn og heitir nú Partille World Cup. Nýtt nafn á að endurspegla betur vægi mótsins á alþjóðlegum vettvangi. Á...

Myndskeið: Landslið Íslands og Færeyja – bestu minningar frá EM

Handknattleikssamband Evrópu hefur sett saman og gefið út myndskeið með nokkrum eftirminnilegum atvikum og leikjum frá nýliðnu Evrópumóti í handknattleik karla. Myndskeiðið sem er rúmlega átta mínútna langt tekur m.a. yfir ævintýralegan endasprett íslenska landsliðsins þegar það tryggði sér...
- Auglýsing-

Starri heldur áfram tryggð við uppeldisfélagið

Hornamaðurinn Starri Friðriksson hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar til ársins 2026. Starri hefur verið á meðal burðarása í Stjörnuliðinu á undanförnum árum. Hann var til að mynda markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, skoraði 82 mörk í...

Molakaffi: Dagur, Róbert, Sigvaldi, Einar, Óðinn, Harpa, Elías, Axel, Braila

Dagur Gautason skoraði sjö mörk og var næst markahæstur hjá ØIF Arendal í fimm marka sigri á Runar Sandefjord, 35:30, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í gær. Leikurinn fór fram í Sanderfjord. ØIF Arendal er í þriðja sæti...

Grill 66kvenna: Grótta áfram í öðru sæti

Grótta heldur sínu striki í öðru sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik. Hún vann lið Berserkja örugglega í Víkinni í kvöld, 37:16, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:9. Viðureignin bar þess talsverð merki...

Magdeburg í undanúrslit – Gummersbach féll úr leik

Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku báðir með SC Magdeburg í kvöld þegar liðið komst í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik með 10 marka sigri á bikarmeisturum síðasta árs, Rhein-Neckar Löwen, 34:24, í Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson...
- Auglýsing-

Haukar fóru illa með Eyjamenn

Haukar hófu keppni á nýju ári í Olísdeild karla með því að leika sér að Íslandsmeisturum ÍBV í viðureign liðanna á Ásvöllum í dag. Þeir gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik og markvörslu Arons...

Bjarki Már og félagar með fjögurra stiga forystu

Staða Bjarka Elíssonar og samherja í ungverska meistaraliðinu Telekom Veszprém vænkaðist mjög í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar heima fyrir í gær. Ekki aðeins vann Veszprém sinn 14. leik í röð heldur tapaði helsti andstæðingurinn, Pick Szeged, sínum öðru leik í deildinni...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18188 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -