Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dagur og fleiri í æfingaleikjum, finnast ekki, EMU17, HMU19

Akureyringurinn Dagur Gautason gekk til liðs við norska úrvalsdeildarliðið ØIF Arendal í sumar frá KA. Hann hefur gert það gott með liðinu í æfingaleikjum síðustu vikur. Dagur skoraði m.a. níu mörk og var markahæstur í gær þegar ØIF Arendal...

HMU19: Lögðu Svartfellinga í lokin – 19. sætið er niðurstaðan

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, lauk keppni á heimsmeistaramótinu í Króatíu í dag með sigri á Svartfellingum, 38:32, í viðureign um 19. sæti mótsins. Ísland var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til...

HMU19: Streymi, Ísland – Svartfjallaland, kl. 15.30

Hér fyrir neðan er hlekkur á beina útsendingu frá leik Íslands og Svartfjallalands á heimsmeistaramóti í handknattleik karla skipað leikmönnum 19 ára og yngri. Leikurinn fer fram í Rijeka í Króatíu. Sigurlið leiksins hafnar í 19. sæti, tapliðið í...

Molakaffi: Staðið í ströngu, leikið á Nesinu, Nielsen, Burgaard, Gibelin

Yngri landsliðin í handknattleik standa í ströngu í dag eins og undanfarna daga. Sautján ára landslið kvenna leikur sinn sjötta leik á Evrópumótinu sem fram fer í Podgorica í dag gegn landsliði Portúgal. Flautað verður til leiks í Verde...
- Auglýsing-

Afturelding og Stjarnan unnu fyrstu leiki UMSK-mótsins

Stjarnan og Afturelding unnu leiki sína í fyrstu umferð UMSK-móts kvenna og karla sem hófst í kvöld í Kórnum í Kópavogi. Stjarnan og HK riðu á vaðið kvennahluta mótsins en bikarmeistarar Aftureldingar sóttu nýliða Olísdeildar karla, HK, heim og...

Tíu landsliðsmanna Búrúndí er leitað í Króatíu

Tíu leikmenn 19 ára handknattleiksliðs Afríkuríkisins Búrúndí fara huldu höfði í Króatíu eftir að þeir stungu af frá hóteli liðsins í borginni Opatija síðastliðna nótt eða snemma í morgun. Tíumenningarnir eru uppistaðan í landsliði Búrúndi sem tekur þátt í...

EMU17: Dagurinn nýttur til undirbúnings fyrir næstu orrustu

Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu í handknattleik nýttu daginn í dag í Podgorica í Svartfjallalandi til þess að æfa vel ásamt þjálfurum sínum, Rakel Dögg Bragadóttur og Sigurjóni Friðbirni Björnssyni. Auk þess var fundað tvisvar og farið yfir andstæðinginn,...

HMU19: Tap fyrir Svíum – Ísland leikur um 19. sætið

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði fyrir Svíum, 41:36, í Rijeka í Króatíu í dag í viðureign liðanna á heimsmeistaramótinu. Íslenska liðið leikur þar með ekki um forsetabikarinn, 17. sætið, á morgun heldur...
- Auglýsing-

HMU19: Streymi, Ísland – Svíþjóð, kl. 18

Hér fyrir neðan er hlekkur á beina útsendingu frá leik Íslands og Svíþjóðar á heimsmeistaramóti í handknattleik karla skipað leikmönnum 19 ára og yngri. Leikurinn fer fram í Rijeka í Króatíu. Sigurliðið leikur til úrslita um forsetabikarinn á morgun,...

Brynhildur ráðin yfirþjálfari kvennaflokka

Stjórn handknattleiksdeildar ÍR hefur samið við Brynhildi Bergmann Kjartansdóttur um að taka að sér starf yfirþjálfara kvennaflokka. Brynhildur, sem er öllum hnútum kunnug innan félagsins, mun fá það hlutverk að huga að áframhaldandi uppbyggingu yngri flokkana og efla umgjörð...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. [email protected]
17079 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -