Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Efst á baugi
Staðfest að Ísland er í efsta styrkleikaflokki
Íslenska landsliðið verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið í handknattleik karla 2024. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur birt styrkleikaflokkana fjóra eftir að undankeppninni lauk á sunnudaginn. Dregið verður í riðla mótsins 10. maí í Düsseldorf....
Efst á baugi
Molakaffi: Kalandadze, Tskhovrebadze, Granlund, Smits, Turchenko, Bjarki, West av Teigum
Tite Kalandadze fyrrverandi stórskytta og leikmaður Stjörnunnar og ÍBV er í þjálfarateymi landsliðs Georgíu sem tryggði sér á laugardaginn sæti á Evrópumeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Þýskalandi í janúar. Þetta verður í fyrsta sinn sem Georgía á...
Efst á baugi
Hildur heldur áfram hjá ÍR
Hildur Øder Einarsdóttir, markvörður hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR. Hildur, sem kom til ÍR frá Stjörnunni, hefur reynst liðinu afar mikilvæg og verið einn allra besti markvörður Grill66-deildarinnar í vetur. Einnig hefur hún farið á kostum með...
Efst á baugi
Sara Sif kom í veg fyrir framlengingu
Valur jafnaði metin í einvíginu við Stjörnuna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik með eins marks sigri í hörkuleik í TM-höllinni í Garðabæ, 25:24. Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals, kom í veg fyrir að Helena Rut Örvarsdóttir jafnaði metin...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Hundsvekktur með úrslitin – vorum í góðri stöðu
„Ég er hundsvekktur með úrslitin og það líka að hafa ekki fengið vítakast í lokin. En ætli að maður verði ekki að horfa á síðustu sókn okkar aftur áður en maður fellir endanlegan dóm,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari...
Fréttir
Haukar skelltu deildarmeisturunum og jöfnuðu metin
Haukar gerðu sér lítið fyrir og unnu deildarmeistara ÍBV í framlengdri annarri viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildar kvenna í handknattleik á Ásvöllum í dag, 25:24. Natasja Hammer skoraði sigurmarkið þegar um mínúta var til leiksloka í framlengingu. Leikmenn ÍBV...
Efst á baugi
Enginn vill fara í sumarfrí í þessari stemningu
„Þetta tókst hjá okkur í dag,“ sagði Sverrir Eyjólfsson þjálfari Fjölnis eftir sigur liðsins á Víkingi í þriðju viðureign liðanna í úrslitum umspils Olísdeildar karla í Safamýri í dag, 25:24, eftir æsilegan lokakafla þar sem sitt sýndist hverjum.„Ég hef...
Fréttir
Fjölnir heldur lífi í einvíginu við Víking
Fjölni tókst að halda lífi í einvíginu við Víking í umspil Olísdeildar karla með eins marks sigri í Safamýri í dag, 25:24. Fjölnismenn skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Þar með hefur Fjölnir einn vinning en Víkingur tvo. Fjórða viðureign...
- Auglýsing-
Efst á baugi
Myndir: Strákarnir hittu aðdáendur, fjölskyldur og vini
Eins og venjulega eftir stórleiki í Laugardalshöllinni þá gefa leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik sér alltaf tíma til þess að hitta aðdáendur, fjölskyldu og vini þegar flautað hefur verið til leiksloka.Ekki varð breyting á í gær eftir sigurinn...
Fréttir
Við eigum sameiginlegan draum
„Fyrri hálfleikurinn var góður hjá okkur þar sem okkur tókst að undirstrika að það er ekkert auðvelt fyrir lið að koma í Laugardalshöllina til þess að vinna okkur,“ sagði Janus Daði Smárason landsliðsmaður í handknattleik í samtali við handbolta.is...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
16420 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -