Ívar Benediktsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Fréttir
Jakob verður eingöngu með karlalið Kyndils
Jakob Lárusson, sem þjálfaði kvennalið Kyndils í Þórshöfn í Færeyjum síðasta árið, er hættur og mun einbeita sér að þjálfun karlaliðs Kyndils á næstu leiktíð, eins og handbolti.is sagði frá í vor. Portúgalinn Paulo Costa tekur við þjálfun kvennaliðs...
Efst á baugi
Björgvin Páll ráðinn aðstoðarþjálfari
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals í handknattleik. Hann verður þar af leiðandi nýráðnum aðalþjálfara Vals, Óskari Bjarna Óskarssyni, innan handar á komandi tímabili.Björgvin Páll verður áfram aðalmarkvörður Vals samhliða nýju hlutverki innan liðsins.Björgvin gekk...
Efst á baugi
Réðum lögum og lofum þegar á leið
„Við vorum lengi í gang í dag en þegar á leikinn leið þá tókst okkur að sýna styrk þann sem býr í liðinu,“ sagði Einar Andri Einarsson annar þjálfara U21 árs landsliðsins í samtali við handbolta.is í dag...
Efst á baugi
Stórsigur í Aþenu – sæti í 16-liða úrslitum í höfn
Með miklum endaspretti þá vann íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, stórsigur á landsliði Chile, 35:18, í annarri umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Melina Merkouri-íþróttahöllinni í Aþenu í dag. Staðan var 12:6, þegar fyrri hálfleik...
Efst á baugi
Molakaffi: Arnór, Servaas, Blue fundinn, Timmermeister
Arnór Atlason verðandi aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins er þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik. Mótið verður það síðasta sem Arnór tekur þátt í með yngri landsliðum Danmerkur sem hann hefur þjálfað undanfarin þrjú ár....
Fréttir
Enginn Íslendingur verður í Meistaradeild kvenna
Enginn Íslendingur verður þátttakandi í Meistaradeild kvenna í handknattleik á næstu leiktíð. Norska liðinu Storhamar, sem var í keppninn á síðustu leiktíð, var neitað um boðskort í deildina. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar. Öðru norsku liði var synjað...
Efst á baugi
Janus og Sigvaldi í Meistaradeildina – Kadetten var hafnað
Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar í norska meistaraliðinu Kolstad verða með í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á næsta keppnistímabili. Kolstad var eitt sex liða sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, veitti boðskort í deildina á fundi sínum...
Fréttir
Lokahóf Vals: Þórey Anna og Stiven Tobar þau bestu
Lokahóf meistaraflokksliða Vals var haldið fyrr í þessum mánuði þar var góðum vetri fagnað. Kvennalið Vals varð Íslandsmeistari og hafnaði í öðru sæti í deild og bikar. Karlaliðið varð deildarmeistari í Olísdeildinni og náði alla leið í 16-liða úrslit...
Efst á baugi
Brynjar Vignir tryggði Íslandi sigur í Aþenu
Íslenska 21 árs landsliðið slapp með skrekkinn í upphafsleik sínum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla í Aþenu í morgun. Liðinu tókst að kreista út nauman tveggja marka sigur á landsliði Marokkó, 17:15, eftir að hafa skorað þrjú síðustu mörk...
Efst á baugi
Molakaffi: Viktor Gísli, móttaka í Magdeburg, fimm til PAUC
Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður er þessa dagana í Króatíu þar sem hann er á meðal leiðbeinenda í æfingabúðum fyrir unga markverði. Æfingarnar standa yfir í um viku og hafa margir þekktir markverðir leiðbeint þar í gegnum tíðina en...
Um höfund
Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020.
Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995.
[email protected]
17094 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -