- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur staðfestir komu landsliðsmarkvarðarins

Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður, hefur gengið til liðs við Val frá Fram en Valur staðfesti komu hennar með tilkynningu í hádeginu og að tveggja ára samningur taki gildi milli Vals og Hafdísar. Handbolti.is sagði frá væntanlegri komu Hafdísar í herbúðir Vals...

EHF sendir helsta framámann dómaramála í ótímabundið leyfi

Framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu hefur leyst Norður Makedóníumanninn Dragan Nachevski frá starfskyldum sínum innan sambandsins um óákveðinn tíma. Hann liggur undir grun um að hafa a.m.k. gefið höggstað á sér í tengslum við umræður um veðmálabrask eða meintri hagræðingu úrslita....

Vukicevic er farinn og er ekki væntanlegur aftur

Handknattleiksmaðurinn Luka Vukicevic er ekki væntanlegur á nýjan leik til Fram á næsta keppnistímabili. Hann fékk fyrir nokkru félagaskipti frá Fram til félagsliðs í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og hefur þar með kvatt Úlfarsárdalinn og herbúðir Fram. Einar Jónsson þjálfari...

Dagskráin: Ráðast úrslit Íslandsmótsins í kvöld?

Þriðji úrslitaleikur ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla fer fram í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. Mikið verður um dýrðir í kringum leikinn enda ekki útilokað að úrslit ráðist í kapphlaupinu...
- Auglýsing-

Molakaffi: Ýmir Örn, Arnar Freyr, Tryggvi, Þyri Erla, Igor

Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan sigur á MT Melsungen á heimavelli síðarnefnda liðsins í gær í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 34:25. Ýmir Örn skoraði ekki mark en átti eina stoðsendingu. Arnar Freyr Arnarsson...

Flytur heim frá Noregi og tekur við þjálfun HK

Hilmar Guðlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs HK í handknattleik kvenna en liðið leikur í Grill 66-deildinni á næstu leiktíð. Hilmar er ekki með öllu ókunnur hjá HK. Hann þjálfaði hjá félaginu um árabil, m.a. meistaraflokk kvenna frá 2010...

Thea Imani heldur áfram með meistaraliðinu

Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Vals til ársins 2025. Thea Imani er ein máttarstólpa Valsliðsins og hefur síðan hún kom til félagsins í janúar 2021 frá Aarhus United í Danmörku. Til fyrirmyndar í...

Dagur Sverrir bætist í hóp Íslendinga hjá Karlskrona

ÍR-ingurinn Dagur Sverrir Kristjánsson hefur samið við nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar, HF Karlskrona, til næstu tveggja ára. Hann verður þar með þriðji íslenski handknattleiksmaðurinn í herbúðum HF Karlskrona á næstu leiktíð. Hinir eru Ólafur Andrés Guðmundsson og Þorgils Jón Svölu-...
- Auglýsing-

Sunna er komin heim – rifti samningi vegna vanefnda

Sunna Guðrún Pétursdóttir markvörður hefur rift samning sínum við svissneska A-deildarliðið GC Amicitia Zürich vegna þess að félagið stóð ekki við samninginn. Sunna Guðrún kom heim í gær og ætlar að velta málum fyrir sér áður en hún stígur...

Reykjavíkurúrvalið kemur heim með gullverðlaun

Reykjavíkurúrval stúlkna í handknattleik, fæddar 2009, gerðu sér lítið fyrir og unnu gullverðlaun í borgarkeppni Norðurlandanna í morgun. Mótið fór fram í nágrenni Helsinki í Finnlandi. Þetta er í fyrsta skiptið sem Reykjavíkurúrvalið kemur heim með gullverðlaun frá mótinu. Á...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18236 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -