- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir misstu af möguleikanum á efsta sæti

Þýska meistaraliðið SC Magdeburg missti af tækifæri til að setjast í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í dag þegar liðið náði jafntefli við MT Melsungen, 27:27, í viðureign liðanna sem fram fór í Kassel. Kay Smits jafnaði metin fyrir...

Sandra og samherjar réðu ekki við Oldenburg

TuS Metzingen, liðið sem Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik leikur með, tapaði fyrir VfL Oldenburg í bronsleik þýsku bikarkeppninnar í handknattleik í dag, 30:26. Leikið var Porsche-Arena í Stuttgart. Sandra skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar. Hún er ein...

Aldís Ásta og Jóhanna Margrét jöfnuðu metin

Aldís Ásta Heimisdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og félagar þeirra í Skara HF tryggðu sér framhald í einvíginu við Höörs HK H 65 í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Skara vann aðra viðureign liðanna á heimavelli í dag, 29:27,...

Dagskráin: Bikar fer á loft í Mosfellsbæ

Síðasta umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik fer fram í dag. Flautað verður til leiks í leikjunum fjórum klukkan 16 í Skógarseli, Úlfarsárdal, Varmá og í Safamýri. Í leikslok á Varmá fær Aftureldingarliðið afhent sigurlaun sín en liðið innsiglaði...
- Auglýsing-

Molakaffi: Sveinn, Teitur, Örn, Tumi, Bjarki, Harpa, Sunna, Jakob, Donni

Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark fyrir GWD Minden sem vann Wetzlar í heimsókn til liðsins í gær, 27:25. Sveini var einu sinni gert að vera utan vallar í tvær mínútur.  GWD Minden hefur þar með fengið þrjú af...

Haukar færðust skrefi nær úrslitakeppninni

Haukar stigu skref í átt til sætis í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld með öruggum sigri á Val, 36:31, í 20. umferð. Leikurinn fór fram í Origohöllinni. Haukar hafa nú 19 stig í áttunda sæti og eru...

Haukar kræktu í fimmta sætið – Fram lagði ÍBV

Haukar tryggðu sér fimmta sæti Olísdeildar kvenna í handknattleik þegar 21. og síðasta umferðin fór fram. Haukar unnu HK, 32:25, á Ásvöllum. KA/Þór sem sat í fimmta sæti féll niður í það sjötta eftir tap fyrir Val, 33:19. Haukar...

Stórleikur Ágústs Elís dugði ekki

Ágúst Elí Björgvinsson átti stórleik í marki Ribe-Esbjerg í dag þegar liðið tapaði fyrir Aalborg, 30:26, í Blue Water Dokken í Esbjerg í næst síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik karla. Ágúst Elí varði 17 skot, þar af eitt...
- Auglýsing-

Leika um bronsverðlaun í bikarkeppninni á morgun

Ekki tókst Söndru Erlingsdóttur og samherjum hennar í TuS Metzingen að vinna hið ægisterka meistaralið Bietigheim í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í dag. Bietigheim hafði nokkra yfirburði og vann með 10 marka mun í undanúrslitaleik í Porsche-Arena í Stuttgart, 39:29....

Tekur sér frí frá landsliðinu

Björgvin Páll Gústavsson markvörður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir væntanlega leiki við Ísrael og Eistland í undankeppni Evrópumóts karla í handknatteik sem fram fara undir lok þess mánaðar. Hann greinir frá þessu í...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 uns honum var sagt upp störfum í lok nóvember 2019. Hann kom handbolti.is á koppinn árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 162 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
18242 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -