Sigmundur Ó. Steinarsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Pabbi forseta Íslands lagði línuna fyrir Kiel!

Jóhannes Sæmundsson, faðir Guðna Th., forseta Íslands og Patreks, fyrrverandi landsliðsmanns og nú þjálfara, lagði línurnar fyrir Kiel áður en „Bundesligan“ 1982-1983 hófst. Það gerði Jói Sæm er liðið var í æfingabúðum í Bæjaralandi í tíu daga í ágúst...

Gísli Þorgeir fær tækifæri til að fagna!

Það verður án efa mikil stemning í íþróttahöllinni í Magdeburg og á ráðhústorgi bæjarins á morgun, þegar leikmenn Magdeburgarliðsins taka á móti Þýskalandsskildinum – í fyrsta skipti í 21 ár, eða síðan 2001 er Ólafur Stefánsson og Alfreð Gíslason...

Alfreð vildi ekki trana sér fram!

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að sjálfsögðu á meðal áhorfenda í íþróttahöllinni í Magdeburg, þegar Bennet Wiegert og lærisveinar hans tryggðu sér Þýskalandsmeistaratitilinn 2022 á fimmtudaginn með því að leggja Balingen-Weistetten að velli, 31:26. Forráðamenn Magdeburgar-liðisins óskuðu eftir því...

Þakkar pabba sínum og Alfreð!

Það eru 21 ár síðan Magdeburg varð síðast Þýskalandsmeistari, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, 2001. Ólafur Stefánsson var þá í aðalhlutverki í liðinu. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson léku það eftir í gærkvöldi, þegar Magdeburg var meistari 2022...
- Auglýsing-

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir í fótspor Ólafs og Alfreðs?

Ekki náðu Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar hjá Magdeburg að verja Evrópubikar sinn í Lissabon í Portúgal, þar sem þeir máttu sætta sig við tap fyrir Benfica í framlengdum úrslitaleik Evrópudeildarinnar, 40:39, í gær; sunnudaginn 29....

Ólafur var sá besti!

 Ég hitti þýskan blaðamann, sem sat við hliðina á mér á leik Wuppertal og Bad Schwartau 22. mars 1997, og aftur tveimur mánuðum síðar í Kumamoto í Japan, þar sem við fylgdumst með heimsmeistarakeppninni. Við ræddum þá um Ólaf,...

 Blaðamaður „stal“ aðalhlutverkinu!

 Íslenskir handknattleiksmenn voru ekki mikið að þvælast fyrir í Þýskalandi eftir að Páll Ólafsson, Sigurður Valur Sveinsson, Alfreð Gíslason, Kristján Arason og Atli Hilmarsson yfirgáfu svæðið í sumarbyrjun 1988. Einn af gömlu refunum var eftir; Bjarni Guðmundsson, sem lék...

​​​​​Íslendingar komu, sáu og sigruðu

 Ekki voru margir íslenskir handknattleiksmenn sem komu við sögu í þýsku „Bundesligunni“ á árunum 1983-1988. Ástæðan var að Þjóðverjar breyttu reglum um fjölda útlendinga um sumarið 1983. Aðeins einn útlendingur mátti leika í hverju liði. Þetta ákvæði varð til...
- Auglýsing-

Kókkassakast styrkti skothörku þeirra!

Þegar Ólafur H. Jónsson ákvað að halda heim á leið frá Dankersen í Vestur-Þýskalandi 1979, til að gerast þjálfari og leikmaður Þróttar, hófust tilfæringar á handknattleiksmönnum sem léku í Þýskalandi. Þorbergur Aðalsteinsson yfirgaf Göppingen – fór til Víkings og...

Axel með þýðingamesta vítakast Þýskalands!

Axel Axelsson tók þýðingamesta vítakastið í sögu þýsku „Bundesligunnar“ í handknattleik, þegar hann tryggði Grün Weiss Dankersen Minden þýskalandsmeistaratitlinn í handknattleik 15. maí  1977 í hreinum úrslitaleik í Westfalenhalle í Dortmund fyrir framan 6.500 áhorfendur.  Dankersen lék þá við Grosswallstadt...

Um höfund

Sigmundur Ó. Steinarsson er reyndasti íþróttafréttamaður landsins með yfir fimm áratuga starfsreynslu. Hann skrifar reglulega pistla og greinar fyrir handbolti.is lesendum til gagns og fróðleiks. Netfang: soss@simnet.is
88 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -